Ofsaakstur eftir vopnað rán frá Suðurlandsbraut upp í Kópavog Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:46 Samkvæmt ákæru mun aksturinn hafa hafist í Lágmúla í Reykjavík og endað við Fífuhvammsveg í Kópavogi. Leiðin hefur verið einhvernveginn eins og sjá má á kortinu. Vísir/Já.is Dagur Þór Hjartarson hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum vegna fjölda brota. Samverkamaður hans hlaut tíu mánaða fangelsisdóm að hluta til skilorðsbundinn. Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ákæruliðir málsins voru fjórtán talsins og beindust flestir að Degi. Fyrstu tveir vörðuðu vopnað rán sem hann framdi og ofsaakstur hans af vettvangi á flótta undan lögreglu. Umrætt rán framdi Dagur í verslun Nettó í Lágmúla í júní 2022. Honum var gefið að sök að ráðast að starfsmanni Nettó, slá hann í andlitið með hnúajárni og hafa á brott rúmlega 35 þúsund krónur sem hann tók úr sjóðsvél verslunarinnar. Í kjölfarið hófst ofsaakstur Dags sem var undir áhrifum amfetamíns og MDMA og ekki með gild ökuréttindi. Samkvæmt ákæru hófst aksturinn hjá Nettó í Lágmúla, en þaðan fór hann um Suðurlandsbraut. Þar fylgdi hann ekki fyrirmælum lögreglu um að hætta akstri. Í stað þess ók hann um Faxafen, gegn rauðu ljósi við gatnamót Skeiðarvogs og Miklubrautar og þaðan á móti umferð yfir á öfugan vegarhelming á Bústaðavegi. Síðan fór hann suður Reykjanesbraut, og inn á Dalveg í Kópavogi og að gatnamótum við Fífuhvammsveg. Þar lauk akstrinum þegar lögreglubíl var ekið í veg fyrir bíl Dags sem stöðvaði akstur. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Líkt og áður kemur fram var Dagur ákærður fyrir ýmis önnur brot, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Mörg þeirra vörðuðu þjófnað á pening eða verðmætum sem hlupu á hundruðum þúsunda og í einu tilfellli rúmri milljón króna. Þess má geta að nærri því öll brotin sem málið varðar voru framin í Kópavogi. Rán í anddyrri banka Dagur og áðurnefndur samverkamaður hans voru ákærðir fyrir rán sem þeir frömdu í mars 2023. Þá veittust þeir að manni í andyrri Arion banka við Smáratorg í Kópavogi. Þeim var gefið að sök að slá manninn í höfuðið, sparka í fætur hans og hrifsa af honum 30 þúsund krónur og rafskútu sem þeir höfðu með sér á brott. Samverkamaðurinn var einnig ákærður fyrir annað rán í anddyri Landsbankans í Hamraborg í Kópavogi sem hann framdi með öðrum manni. Í ákæru segir að hann hafi ógnað manni með hníf og hrifsað af honum tíu þúsund krónur. Dagur og samverkamaðurinn játuðu sök. Líkt og áður segir hlaut Dagur tveggja ára dóm en samverkamaðurinn tíu mánaða dóm, en þar af voru sjö mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira