Grunlaus eigandi dularfulls bíls fær hann ekki afhentan Jón Þór Stefánsson skrifar 20. júní 2024 14:06 Bíllinn er skráður sem tveggjadyra silfurgrár en þegar lögregla fann hann var hann fjögurra dyra og vínrauður. Getty Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda bíl, sem það lagði hald á í janúar á þessu ári, til eigandans. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Bíllinn vakti athygli lögreglu þegar hún stóð kyrrstæð í Reykjanesbæ. Um var að ræða fjögurra dyra vínrauðan bíl. En við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að bíllinn hafði væri skráður sem tveggja dyra og silfurgrár af ótilgreindri gerð frá árinu 2005. Mikill munur á skráningu og bílnum sjálfum Við nánari skoðun kom í ljós að bíllinn var fluttur til landsins árið 2007, og að hann hafi verið skráður sem tjónabifreið að beiðni lögreglu árið 2014 og þá skráður úr umferð. Árið 2021 hafi hann síðan verið skráður í umferð á nýjan leik eftir að tilkynning barst um að búið væri að gera við bílinn. Samgöngustofa gerði skýrslu um bílinn, en í henni segir að margt bendi til þess að bíllinn sé ekki sá sami og skráningarnúmerið gefi til kynna. Bílarnir séu mismundandi á litinn, taki mismarga farþega, akstursmælirinn sýni lægri tölu en við fyrri skoðun. Þá er bíllinn sagður sjáanlega talsvert yngri en fram kemur í skráningaskírteini, en þar muni níu árum. Að mati lögreglu bendir allt til þess að skráningarmerki og verksmiðjuplata bílsins hafi verið flutt af henni og sett á bíl með öðru verksmiðjunúmeri. Sá bíll hafi verið skráður í Bandaríkjunum en fengið svokallaðan tjónatitil árið 2016. Lögreglan segir að ætla megi að bíllinn hafi verið fluttur til landsins eftir það. Óttast að bíllinn skemmist Eigandinn segist hafa verið alveg grunlaus um að eitthvað væri bogið við bílinn. Hann keypti hann í júní á síðasta ári á fimm milljónir króna undir þeim formerkjum að um breyttan bíl væri að ræða. Hann væri samsettur úr tveimur bílum. Hafi bílnum verið breytt í ósamræmi við gildandi reglur vill eigandinn meina að það sé honum óviðkomandi. Hann sé saklaus af öllum slíkum ávirðingum. Hann segir ekki rétt af lögreglu að haldleggja og krefjast upptöku á bíl sem sé í eigu grunlauss kaupanda. Engin tengsl séu á milli hans og þeirra sem gerðu breytingarnar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð um að lögreglan þurfi ekki að afhenda manninum bílinn.Vísir/Vilhelm Að mati eigandans myndi það ekki valda neinum réttarspjöllum að afhenda manninum bílinn jafnvel þó málið sé í rannsókn lögreglu. Hann lagði til að lögreglan myndi skoða bílinn og svo afhenda honum hann að þeirri skoðun lokinni. Þar að auki segir hann fyrirséð að bíllinn muni skemmast í vörslum lögreglu, enda sé hann nær óhreyfður og það geti leitt til tjóns. Grunur um blekkingar og svik Lögregla hefur í málinu til skoðunar brot á 157. grein og 248. grein almennra hegningarlaga. Fyrri greinin varðar skjalafals þar sem ófölsuðu skjali er beitt til þess að blekkja. Seinni greinin varðar svik, nánar tiltekið þar sem einhver nýtir sér ranga eða óljósa hugmynd annars aðila um eitthvað atkvik, og hafi af honum fé með því. Gerist maður brotlegur við þessi lög getur það varðað allt að sex ára fangelsi. Héraðsdómur leit svo að ætla megi að bíllinn kunni að hafa sönnunargildi í sakamálinu, eða að hún verði mögulega gerð upptæk með dómi. Því hafnaði dómurinn kröfu eigandans og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómsmál Bílar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Bíllinn vakti athygli lögreglu þegar hún stóð kyrrstæð í Reykjanesbæ. Um var að ræða fjögurra dyra vínrauðan bíl. En við uppflettingu í kerfum lögreglu kom í ljós að bíllinn hafði væri skráður sem tveggja dyra og silfurgrár af ótilgreindri gerð frá árinu 2005. Mikill munur á skráningu og bílnum sjálfum Við nánari skoðun kom í ljós að bíllinn var fluttur til landsins árið 2007, og að hann hafi verið skráður sem tjónabifreið að beiðni lögreglu árið 2014 og þá skráður úr umferð. Árið 2021 hafi hann síðan verið skráður í umferð á nýjan leik eftir að tilkynning barst um að búið væri að gera við bílinn. Samgöngustofa gerði skýrslu um bílinn, en í henni segir að margt bendi til þess að bíllinn sé ekki sá sami og skráningarnúmerið gefi til kynna. Bílarnir séu mismundandi á litinn, taki mismarga farþega, akstursmælirinn sýni lægri tölu en við fyrri skoðun. Þá er bíllinn sagður sjáanlega talsvert yngri en fram kemur í skráningaskírteini, en þar muni níu árum. Að mati lögreglu bendir allt til þess að skráningarmerki og verksmiðjuplata bílsins hafi verið flutt af henni og sett á bíl með öðru verksmiðjunúmeri. Sá bíll hafi verið skráður í Bandaríkjunum en fengið svokallaðan tjónatitil árið 2016. Lögreglan segir að ætla megi að bíllinn hafi verið fluttur til landsins eftir það. Óttast að bíllinn skemmist Eigandinn segist hafa verið alveg grunlaus um að eitthvað væri bogið við bílinn. Hann keypti hann í júní á síðasta ári á fimm milljónir króna undir þeim formerkjum að um breyttan bíl væri að ræða. Hann væri samsettur úr tveimur bílum. Hafi bílnum verið breytt í ósamræmi við gildandi reglur vill eigandinn meina að það sé honum óviðkomandi. Hann sé saklaus af öllum slíkum ávirðingum. Hann segir ekki rétt af lögreglu að haldleggja og krefjast upptöku á bíl sem sé í eigu grunlauss kaupanda. Engin tengsl séu á milli hans og þeirra sem gerðu breytingarnar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð um að lögreglan þurfi ekki að afhenda manninum bílinn.Vísir/Vilhelm Að mati eigandans myndi það ekki valda neinum réttarspjöllum að afhenda manninum bílinn jafnvel þó málið sé í rannsókn lögreglu. Hann lagði til að lögreglan myndi skoða bílinn og svo afhenda honum hann að þeirri skoðun lokinni. Þar að auki segir hann fyrirséð að bíllinn muni skemmast í vörslum lögreglu, enda sé hann nær óhreyfður og það geti leitt til tjóns. Grunur um blekkingar og svik Lögregla hefur í málinu til skoðunar brot á 157. grein og 248. grein almennra hegningarlaga. Fyrri greinin varðar skjalafals þar sem ófölsuðu skjali er beitt til þess að blekkja. Seinni greinin varðar svik, nánar tiltekið þar sem einhver nýtir sér ranga eða óljósa hugmynd annars aðila um eitthvað atkvik, og hafi af honum fé með því. Gerist maður brotlegur við þessi lög getur það varðað allt að sex ára fangelsi. Héraðsdómur leit svo að ætla megi að bíllinn kunni að hafa sönnunargildi í sakamálinu, eða að hún verði mögulega gerð upptæk með dómi. Því hafnaði dómurinn kröfu eigandans og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu.
Dómsmál Bílar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira