Hjörvar fær gula spjaldið frá RÚV Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 10:46 Hjöbbi var mættur eins og fínn maður í EM-settið vandlega merktur sinni vörulínu sem er Dr. Football. Skarphéðinn segir þetta ekki vel séð og hafi því verið komið á framfæri. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu. „Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
„Þetta er ekki vel séð og því hefur verið komið á framfæri,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hjörvar, sem rekur meðal annars þekktan podkastþátt sem sérhæfir sig í tali um fótbolta, eins og nafnið gefur til kynna – Dr. Football – er meðal sérfræðinga sem RÚV hefur kallað til vegna EM í fótbolta sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Yfirlýsing BBC vegna klæðaburðar Linikers Glöggur áhorfandi rak augu í það í vikunni að Hjörvar, eða Hjöbbi Ká eins og hann er jafnan kallaður, var mættur í jakka sem var kyrfilega merktur vörulínu sinni: Dr. Football. En þar fór Hjöbbi á kostum eins og jafnan en fáir eru eins fjölfróðir um fótbolta og einmitt hann. BBC hefur nýverið þurft að gefa út yfirlýsingu en það var eftir að Gary Lineker virtist hafa brotið reglur um dulin viðskiptaboð í EM setti þeirra Breta. Þar voru ítrekaðar reglur miðilsins um vöruinnsetningar og duldar auglýsingar. Skarphéðinn kankast á við stórleikarann Björn Hlyn í tilefni af Verbúðinni, lokasýningu.vísir/hulda margrét Skarphéðinn segir engar formlegar reglur til um þetta atriði hjá RÚV. „Aðrar en þær sem snúa að skýru banni við duldum viðskiptaboðum og vöruinnsetningum.“ Skarphéðinn sagði að þau á RÚV hafi ekki lent í sambærilegum tilvikum og lýst er á BBC. „Það er að sjónvarpsfólk okkar sé staðið að eða sakað um meint plögg á eigin fatalínu en myndum líkast til meta það með tilliti til fyrrnefndra reglna um viðskiptaboð. Rétt eins og við gerum varðandi áberandi og óþarflega mikinn sýnileika vörumerkja á klæðnaði.“ Málið ekki komið til kasta Fjölmiðlanefndar Í svari við fyrirspurn til Fjölmiðlanefndar kemur fram að þar á bæ er ekki lagt efnislegt mat á ætluð dulin viðskiptaboð sem fram koma í almennum fyrirspurnum. „Leggja þarf mál fyrir Fjölmiðlanefnd á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni.“ Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.vísir/vilhelm Þá er vísað í reglur um viðskiptaboð eins og segir í lögum um fjölmiðla: „Viðskiptaboð skulu vera auðþekkjanleg sem slík og vera skýrt afmörkuð frá öðru efni með þeim hætti sem best hentar því formi miðlunar sem notað er hverju sinni. Sama gildir um fjarkaup. Dulin viðskiptaboð eru óheimil. Í hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“
EM 2024 í Þýskalandi Fjölmiðlar Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira