Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið forsætisráðherra Frakka? Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júní 2024 23:00 „Hann er kamelljón. Hann fellir sig fullkomlega að umhverfinu,“ er sagt um Jordan Bardella. Getty Jordan Bardella er 28 ára gamall, óháskólagengin, hefur ekki reynslu af því að vera í ríkisstjórn, hefur hvergi unnið nema hjá stjórnmálaflokknum Þjóðfylkingunni og hjá fyrirtæki föður síns. Þrátt fyrir það eru talsverðar líkur á að Bardella verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Eftir tvær vikur verður gengið til kosninga í Frakklandi, sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til í skyndi eftir að flokkur hans hlaut helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópukosningum á dögunum. Samkvæmt skoðanakönnunum er Þjóðfylkingin að mælast með mest fylgi um þessar mundir, en kosningarnar munu líklega fara fram í tveimur umferðum. Jordan Bardella er forseti Þjóðfylkingarinnar, og deilir forystu flokksins með Marine Le Pen. Búist er við því að ef flokkur þeirra beri sigur úr býtum í komandi kosningum verði Bardella forsætisráðherra Frakka. Dularfullur en kemur vel fyrir BBC fjallar um þennan unga mann sem er sagður koma vel fyrir og vera vel máli farinn. Þrátt fyrir það er hann sagður nokkuð dularfullur: Franskur almenningur viti ekki hver hugmyndafræði hans sé og hvaða mann hann hafi að geyma. Flokkurinn er sagður kynna hann sem ungan mann sem ólst upp í Seine-Saint-Denis, afskiptu úthverfi Parísar. Hann hafi verið kominn með nóg af því að horfa upp á fíkniefnaneyslu, fátækt, lögleysu og straum innflytjenda til Frakklands hafi hann fundið svarið: Fjarhægrið. Jordan Bardella er sagður koma vel fyrir og vera vel máli farinn.Getty „Ég er í stjórnmálum því ég hef séð þetta allt saman, til þess að koma í veg fyrir að þetta verði normið í öllu Frakklandi. Það sem er að gerast þarna er ekki eðlilegt,“ hefur Bardella sagt. Foreldrar hans skildu þegar Bardella var mjög ungur. Samkvæmt BBC ólst hann upp hjá einstæðri móður sinni í Saint-Denis, og að því leyti sé þessi mynd sem er máluð upp af honum sönn. Faðir hans var hins vegar nokkuð vel settur og rak fyrirtæki. Hann hafið séð til þess að sonurinn færi ekki almenningsskóla heldur í kaþólskan einkaskóla vinsælan hjá millistéttinni. Tölvuleikjaspilari með YouTube-rás Franska dagblaðið Le Monde fjallaði einnig um Bardella á dögunum. Blaðamenn blaðsins fóru á stúfana og reyndu að komast að meiru um uppruna þessa mögulega næsta forsætisráðherra, en fundu lítið. Þeir hafa þó eftir félögum hans að Bardellla hafi haft gaman af tölvuleikjum og hann hafi stofnað rás á YouTube þar sem hann ræddi nýjustu leikina og fréttir úr tölvuleikjaheimum. Þá hafi hann tekið að sér bókmenntakennslu fyrir innflytjendur í menntaskóla, þegar hann var einungis sextán ára gamall, en þeir muna ekki eftir áhuga hans á stjórnmálastefnum kenndum við fjarhægrið. „Mín kenning er að hann leit um pólitíska litrófið og komst að því hvar væri auðveldast að klífa stigann,“ hefur Le Monde eftir Chantal Chatelain kennara við menntaskólann sem Bardella stundaði nám við. Ljónshvolpur Le Pen Bardella gekk í Þjóðfylkinguna sautján ára gamall. Tengsl hans við Le Pen er það sem á að hafa hjálpað honum að klífa umræddan metorðastiga, en nokkrum dögum eftir að hann kynntist henni árið 2017 gerði hún hann að talsmanni flokksins. Árið 2019 fékk Le Pen hann til að bjóða sig fram fyrir hönd flokksins í Evrópukosningunum og hann varð Evrópuþingmaður, sá næst yngsti í sögunni, 23 ára gamall. Ljónshvolpurinn Jordan Bardella ásamt ljónynjunni Marine Le Pen.Getty BBC hefur eftir Pascal Humeau, sem sá um fjölmiðlaþjálfun Bardella um tíma, að Le Pen hafi strax séð eitthvað í þessum unga manni. Hún hafi kallað bardella „ljónshvolpinn“ hennar. Humeau ber Bardella ekki vel söguna, en þeir hafa á síðustu árum átt í deilum um peninga. „Hann er alveg galtómur. Þegar að kemur að innihaldi þá er lítið að frétta,“ segir hann. „Hann les ekki mikið. Hann er ekki forvitinn. Hann hefur bara pikkað upp það sem Marine Le Pen segir honum.“ Finnur hvert vindurinn blæs Rithöfundurinn Pierre-Stephane Fort, sem hefur skrifað ævisögu Bardella, er líka gagnrýnin í hans garð. „Hann er kamelljón. Hann fellir sig fullkomlega að umhverfinu,“ segir Fort. „Hann er hreinasti tækifærissinni. Það er engin hugmyndafræði heldur fer hann eftir algjörlega eftir strategíu. Hann finnur hvert vindurinn blæs og kemur sér í þá átt í flýti.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Eftir tvær vikur verður gengið til kosninga í Frakklandi, sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til í skyndi eftir að flokkur hans hlaut helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópukosningum á dögunum. Samkvæmt skoðanakönnunum er Þjóðfylkingin að mælast með mest fylgi um þessar mundir, en kosningarnar munu líklega fara fram í tveimur umferðum. Jordan Bardella er forseti Þjóðfylkingarinnar, og deilir forystu flokksins með Marine Le Pen. Búist er við því að ef flokkur þeirra beri sigur úr býtum í komandi kosningum verði Bardella forsætisráðherra Frakka. Dularfullur en kemur vel fyrir BBC fjallar um þennan unga mann sem er sagður koma vel fyrir og vera vel máli farinn. Þrátt fyrir það er hann sagður nokkuð dularfullur: Franskur almenningur viti ekki hver hugmyndafræði hans sé og hvaða mann hann hafi að geyma. Flokkurinn er sagður kynna hann sem ungan mann sem ólst upp í Seine-Saint-Denis, afskiptu úthverfi Parísar. Hann hafi verið kominn með nóg af því að horfa upp á fíkniefnaneyslu, fátækt, lögleysu og straum innflytjenda til Frakklands hafi hann fundið svarið: Fjarhægrið. Jordan Bardella er sagður koma vel fyrir og vera vel máli farinn.Getty „Ég er í stjórnmálum því ég hef séð þetta allt saman, til þess að koma í veg fyrir að þetta verði normið í öllu Frakklandi. Það sem er að gerast þarna er ekki eðlilegt,“ hefur Bardella sagt. Foreldrar hans skildu þegar Bardella var mjög ungur. Samkvæmt BBC ólst hann upp hjá einstæðri móður sinni í Saint-Denis, og að því leyti sé þessi mynd sem er máluð upp af honum sönn. Faðir hans var hins vegar nokkuð vel settur og rak fyrirtæki. Hann hafið séð til þess að sonurinn færi ekki almenningsskóla heldur í kaþólskan einkaskóla vinsælan hjá millistéttinni. Tölvuleikjaspilari með YouTube-rás Franska dagblaðið Le Monde fjallaði einnig um Bardella á dögunum. Blaðamenn blaðsins fóru á stúfana og reyndu að komast að meiru um uppruna þessa mögulega næsta forsætisráðherra, en fundu lítið. Þeir hafa þó eftir félögum hans að Bardellla hafi haft gaman af tölvuleikjum og hann hafi stofnað rás á YouTube þar sem hann ræddi nýjustu leikina og fréttir úr tölvuleikjaheimum. Þá hafi hann tekið að sér bókmenntakennslu fyrir innflytjendur í menntaskóla, þegar hann var einungis sextán ára gamall, en þeir muna ekki eftir áhuga hans á stjórnmálastefnum kenndum við fjarhægrið. „Mín kenning er að hann leit um pólitíska litrófið og komst að því hvar væri auðveldast að klífa stigann,“ hefur Le Monde eftir Chantal Chatelain kennara við menntaskólann sem Bardella stundaði nám við. Ljónshvolpur Le Pen Bardella gekk í Þjóðfylkinguna sautján ára gamall. Tengsl hans við Le Pen er það sem á að hafa hjálpað honum að klífa umræddan metorðastiga, en nokkrum dögum eftir að hann kynntist henni árið 2017 gerði hún hann að talsmanni flokksins. Árið 2019 fékk Le Pen hann til að bjóða sig fram fyrir hönd flokksins í Evrópukosningunum og hann varð Evrópuþingmaður, sá næst yngsti í sögunni, 23 ára gamall. Ljónshvolpurinn Jordan Bardella ásamt ljónynjunni Marine Le Pen.Getty BBC hefur eftir Pascal Humeau, sem sá um fjölmiðlaþjálfun Bardella um tíma, að Le Pen hafi strax séð eitthvað í þessum unga manni. Hún hafi kallað bardella „ljónshvolpinn“ hennar. Humeau ber Bardella ekki vel söguna, en þeir hafa á síðustu árum átt í deilum um peninga. „Hann er alveg galtómur. Þegar að kemur að innihaldi þá er lítið að frétta,“ segir hann. „Hann les ekki mikið. Hann er ekki forvitinn. Hann hefur bara pikkað upp það sem Marine Le Pen segir honum.“ Finnur hvert vindurinn blæs Rithöfundurinn Pierre-Stephane Fort, sem hefur skrifað ævisögu Bardella, er líka gagnrýnin í hans garð. „Hann er kamelljón. Hann fellir sig fullkomlega að umhverfinu,“ segir Fort. „Hann er hreinasti tækifærissinni. Það er engin hugmyndafræði heldur fer hann eftir algjörlega eftir strategíu. Hann finnur hvert vindurinn blæs og kemur sér í þá átt í flýti.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira