Grunur um mansal á Gríska húsinu Lovísa Arnardóttir og Árni Sæberg skrifa 13. júní 2024 15:52 Lögregla ræddi við mögulega þolendur og lagði hald á muni og gögn. Vísir/Sigurjón Þrír voru handteknir í aðgerð lögreglunnar við Gríska húsið á Laugavegi fyrr í dag. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar segir aðgerðir lögreglunnar tengjast gruni um vinnumansal á staðnum. Með lögreglu var starfsmaður Skattsins. Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst. Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í dag að minnst fimm lögreglumenn hafi verið að störfum við og inni á veitingastaðnum ásamt fíkniefnaleitarhundi. Einnig hafi verið á staðnum fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar á svæðinu. „Við erum enn að vinna málið. Við erum að fylgja eftir grun um að það kunni að vera þolendur mansals,“ segir Grímur og að það sé þá tengt vinnumansali. „Það fór með okkur starfsmaður frá Skattinum. Við erum að fylgja eftir ábendingu sem við fengum þaðan þar að lútandi.“ Buðu mögulegum þolendum aðstoð Grímur segir fjölmennt lið lögreglu hafa þurft á staðinn vegna þess að bæði hafi lögregla lagt hald ýmsa hluti á vettvangi en einnig hafi þurft að ræða við mögulega þolendur mansals til að bjóða þeim aðstoð. „Til að kanna hvort að þeir sem að grunur leikur á að séu þolendur mansals vilji þiggja einhverja aðstoð, sem slíkir. Það er ekki alltaf sem það er. Þó okkur gruni einhvers konar undirboð.“ Gríska húsið er veitingastaður sem hefur verið rekinn við Laugaveg 35 í nokkur ár. Zakaria Handawi er skráður eigandi fyrirtækisins á vef Skattsins. Fimm staðir án leyfis Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þrír hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í dag og rannsókn lúti meðal annars að því að því að kanna hlut hvers og eins í málinu. Þar segir einnig frá því að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Skatturinn hafi nýverið farið í sameiginlegt eftirlit á rúmlega tuttugu matsölustaði í umdæminu til að kanna hvort öll tilskilin leyfi væru þar fyrir hendi, bæði er varðar reksturinn og starfsmenn. Svo hafi reynst vera í flestum tilvikum, en fjórir staðir hafi þó verið án starfsleyfis og einn án smásöluleyfis. Tveir starfsmenn hafi jafnframt reynst ekki hafa réttindi til vinnu hérlendis. Við eftirlitið hafi einnig komið í ljós að allmargir starfsmenn voru ekki á launaskrá. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning lögreglu barst.
Veitingastaðir Lögreglumál Mansal Reykjavík Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira