Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 12:43 Fjölskyldur og stuðningsmenn ísraelskra gísla í haldi Hamas mótmæltu fyrir utan á meðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í gær. AP/Leo Correa Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“