Frederiksen enn ekki með sjálfri sér eftir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:52 Mette Frederiksen segir eitthvað gerjast í dönsku samfélagi sem þýði að stjórnmálamenn þurfi að vera varari um sig á opinberum stöðum en áður. Vísir/EPA Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani. Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“ Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Þrjátíu níu ára gamall pólskur karlmaður var handtekinn fyrir að kýla Frederiksen með krepptum hnefa í öxlina á Kolatorgi í miðborg Kaupmannahafnar á föstudagskvöld. Maðurinn er sagður hafa verið vel við skál og lögregla telur ekki að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Þrátt fyrir það sagði Frederiksen í sínu fyrsta viðtali eftir árásina að hún væri í engum vafa að maðurinn hefði ráðist á hana vegna þess að hann þekkti hana sem forsætisráðherra. „Þannig er ég ekki í neinum vafa um að það var forsætisráðherrann sem árásarmaðurinn réðst á. Á þannt hátt verður þetta einnig árás á okkur öll,“ sagði Frederiksen við danska ríkisútvarpið í gær. Forsætisráðherrann segist enn ekki búinn að jafna sig á andlegum áhrifum árásarinnar sem hafi verið ógnandi. Hún ætli sér að vinna meira á skrifstofunni á næstunni en vanalega. „Ég er ekki alveg í toppstandi og ég er ekki alveg með sjálfri mér ennþá,“ sagði Frederiksen sem hélt sig alveg til hlés á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir Evrópuþingskosningarnar á sunnudag. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs dropinn sem fyllti mælinn Frederiksen setur árásina í samhengi við harðandi umræðu og persónuárásum á samfélagsmiðlum. Sumir hafi jafnvel fagnað árásinni á hana þar. Sérstaklega segir hún að tóninn hafi harnað eftir að stríð Ísraela og Hamas-samtakanna hófst á Gasa í október. Hún hafi orðið vör við hróp og ágenga hegðun fólks í almannarými á þeim mánuðum sem síðan eru liðnir. „Þannig að kannski var það dropinn sem fyllti mælinn,“ sagði hún í viðtalinu. Stjórnmálamenn séu nú í aukinni hættu þegar þeir komi fram opinberlega. Þeir geti ekki lengur farið ákveðna staði. Eitthvað sé að gerjast í samfélaginu þessi misserin. „Mér er svo hrygg vegna þess að við höfum alltaf verið svo ánægð og stolt af landi þar sem forsætisráðherrann getur hjólað í vinnuna og við hittumst í búðinni,“ sagði forsætisráðherrann. Í hvert skipti sem atvik sem þetta ætti sér stað þyrftu stjórnmálamenn aukna vernd, óttinn ykist og fjarlægðin sömuleiðis. „Ég vil frekar eiga Danmörku þar sem forsætisráðherrann getur hjólað óttalaus í vinnuna.“
Danmörk Tengdar fréttir „Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16 Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. 8. júní 2024 14:16
Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. 7. júní 2024 20:33