Röng ákvörðun ráðherra Henry Alexander Henrysson skrifar 11. júní 2024 12:01 Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ákvarðanir eiga helst að byggja á rökstuðningi fyrir upplýstri skoðun. Oft höfum við trú á ákvörðunum þar sem rökstuðningurinn byggir á tryggum forsendum. Sem dæmi má nefna að miðað við eina forsendu sem Bjarkey Gunnarsdóttir gaf fyrir ákvörðun sinni um að gefa út leyfi til hvalveiða virðist ákvörðunin skynsamleg. Forsendan var sú að það „eina sem væri ljóst í hennar huga“ væri að „við ætlum að klára þetta ríkisstjórnarsamstarf“. En þótt slík forsenda geti virkað sem góð röksemd fyrir ákvörðun, getur ákvörðunin samt sem áður verið óréttmæt. Og það kemur í ljós þegar aðrar forsendur Bjarkeyjar eru skoðaðar. Ef frá er skilin sú ágæta forsenda að halda í ráðherrastól stendur ekki steinn yfir steini í ákvörðun hennar. Tilraunir hennar til að takmarka leyfið (og gera það „varfærið“) gera ekkert annað en að draga fram fáránleikann í framkvæmdinni. Mér sýnist að mistökin kristallist í þeirri forsendu sem virðist liggja öllu málinu til grundvallar í ráðuneytinu. Í gegnum allt málið virðist fólk telja að hvalir séu auðlind og spurningin hvort gefa eigi út leyfi til hvalveiða sé spurning um stjórn náttúruauðlinda. En þessi forsenda er eins röng og vera má. Villt spendýr geta ekki talist náttúruauðlind. Og ég held að fáar þjóðir horfi þannig á villt spendýr. Þau geta vissulega gefið tekjumöguleika – og í undantekningartilfellum á afskekktum svæðum verið lífsbjörg – en villt spendýr eru einfaldlega svo lítill hluti af lífmassa spendýra heimsins að við megum teljast heppin að einhver eru eftir. Raunar er „heppni“ mögulega ekki rétta orðið. Enn eru til villt spendýr á jörðinni vegna hetjulegrar baráttu einstaklinga og samtaka fyrir verndun þeirra. Tegundum fækkar þó hratt. Nú geri ég mér grein fyrir að einhverjir lesendur munu hrópa upp fyrir sig og segja að auðvitað séu villt spendýr auðlind þar sem allar þjóðir leyfi veiði á þeim. En hér komum við einmitt að kjarna málsins. Veiðar á villtum spendýrum eru vissulega leyfðar, en sem undantekning frá meginreglu um að láta þau áfram vera náttúruprýði. Hingað er siðferði okkar komið (og raunar er stór hluti fólks sem hafnar öllum veiðum). Skilyrðin fyrir veiðum eru einföld. Við leyfum veiðar ef kjötið er mikilvæg og nauðsynleg fæða fólks. Þá geta veiðar einnig verið réttlætanlegar ef nauðsynlegt er að grisja stofna, til dæmis vegna skorts á rándýrum til að halda þeim í skefjum eða þar sem stofnar og hópar hafa lokast inni á afmörkuðum svæðum vegna mannvirkja. Að lokum leyfum við veiðar á dýrum sem sannarlega flokkast sem meindýr og ógna tilveru okkar og lífsskilyrðum. Veiðar eru sem sagt ekki leyfðar vegna þess að villt spendýr eru einhvers konar auðlind, heldur vegna þess að góð ástæða er til að leyfa veiðarnar og fólk hefur áhuga á að fá að taka þær að sér (stundum með því að fjárfesta í dýrum veiðileyfum sem meðal annars útskýrir hvers vegna þau geta verið tekjulind). Veiðar á langreyðum falla augljóslega ekki undir nein þessara skilyrða. Þær hafa ekkert að gera með fæðuöryggi okkar, það þarf ekki að grisja stofninn og ekki nokkur maður flokkar þessa ferðalanga hafsins og gesti í landhelginni sem meindýr. Í raun og veru ætti umræðan ekki að komast svo langt að tveir ráðherrar – og heilt ráðuneyti – ígrundi umsókn um veiðar á langreyðum mánuðum saman. Ef Íslendingar ætla að telja sig til siðaðra þjóða hefði mátt svara erindinu samdægurs. Þar fyrir utan eru tvö hliðarskilyrði sem veiðar á villtum spendýrum þurfa að mæta. Mögulega mæta veiðar á langreyðum því skilyrði að þær séu sjálfbærar. En þetta er einungis nauðsynlegt skilyrði en ekki nægjanlegt eins og sumir ráðamenn virðast halda. Okkur ber ekki skylda til að veiða öll spendýr sem ekki eru í útrýmingarhættu. Skilyrðin sem nefnd voru að ofan þurfa einnig að vera uppfyllt. Seinna hliðarskilyrðið er svo mikilvægast af þeim öllum. Hér á ég við það skilyrði að veiðarnar (allar veiðar – einnig á meindýrum) verða að vera mannúðlegar. Og hér stendur hnífurinn í kúnni – eða hvalnum. Langreyður er nærst stærsta dýrategund jarðar. Hennar óheppni er að vera örlítið minni heldur en steypireyður sem engum dettur í hug að veiða enda táknmynd umhverfisverndar í heiminum. Ekki hvarflar að Norðmönnum að veiða langreyðar í samtímanum þótt þar fari mikil hvalveiðiþjóð. Veiðar á þessum risavöxnu skepnum eru erfiðar og ekki nokkur leið að tryggja mannúðlega aflífun þeirra í aðstæðum þar sem bæði veiðimaður og bráð eru á hreyfingu. Þetta virðast allar þjóðir vita en af ástæðum sem ég hef aldrei skilið telja Íslendingar sig þurfa að vita betur. Höfundur er heimspekingur
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun