Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júní 2024 09:06 Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. „Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“ Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
„Ég sýni því alveg skilning að það eru skiptar skoðanir á því hversu þétt byggð á að vera,“ sagði Kristrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hún spurð út í skoðun sína á verkum Samfylkingarinnar í húsnæðismálum í Reykjavík. Kristrún sagði að það væri sameiginleg stefna margra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ekki bara hjá Reykjavíkurborg, að víkka ekki út höfuðborgarsvæðið umfram ákveðin mörk. Ef það ætti að breyta því þyrfti að taka sameiginlega ákvörðun með fleiri sveitarfélögum. „Mér finnst ekkert óeðlilegt og ég get alveg skilið það sjónarmið að í erfiðum aðstæðum, eins og núna eru að skapast, þá þurfi stundum að endurhugsa ákveðna þætti. Það þýðir ekki að þú fellur frá öllum þéttingarreitum í Reykjavík. En mér finnst ekkert óeðlilegt að það sé litið til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum, en þá þarf að fara fram einhver heildargreining á því.“ Hefði það þá ekki að gerast fyrir löngu síðan? „Það hefur svo margt breyst á húsnæðismarkaði bara á tímabili þessarar ríkisstjórnar. Fólksfjölgun til dæmis í Reykjavík er miklu, miklu, miklu meiri en áður var spáð. Eftirspurn eftir húsnæði er miklu meiri en áður var spáð,“ segir Kristrún. „Ég get alveg verið mjög gagnrýnin á þetta, bæði gagnvart sveitarfélögum og ríkinu. En staðreyndin er samt sú að við erum í rosalegri uppbyggingu.“ Staðreyndin er sú að það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum. Og stefnan hefur ekki verið góð. „Það er rétt. Það hefur ekki verið haldið almennilega á þessum málum, en partur af því að eftirspurn hefur vaxið langt umfram framboð. Síðan hefur vantað fjármagn inn í uppbyggingu á félagslegu húsnæði og þess háttar.“
Reykjavík Samfylkingin Húsnæðismál Stjórnsýsla Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira