Verstappen sigraði í Kanada Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 22:00 Max Verstappen fagnar sigrinum í Kanada. Mark Thompson/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen tryggði sér sigur í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 er hann kom fyrstur í mark í kvöld. Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira