Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Árni Sæberg skrifar 9. júní 2024 19:23 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað til kosninga. Vísir/EPA Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Hægriflokkarnir franska Þjóðfylkingin, sem leiddur er af hinni umdeildu Marine Le Pen, og Reconquête, flokkur sjónvarpsmannsins fyrrverandi Eric Zemmour, mælast með samanlagt fjörutíu prósenta fylgi í útgönguspám Evrópukosninganna í Frakklandi. Í kosningavakt breska ríkisútvarpsins segir að Macron hafi boðað til kosninga vegna þessa. Kosningarnar verði haldnar 30. júní og 7. júlí næstkomandi. Hægriflokkum gengur vel víðar Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi, svo nokkur dæmi séu nefnd, kjósa í dag, á síðasta degi kosninga, sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Miðað við útgönguspár hefur flokkum lengst til hægri á hinum pólitíska ás vaxið ásmegin víða í álfunni. Tilbúin að taka við völdum, skrúfa fyrir flóttamannastrauminn og setja kaupmátt í forgang Marine Le Pen hefur fagnað ákvörðun Macrons um að boða til kosninga. Hún segir niðurstöður sögulegra kosninga sýna fram á að þegar fólkið kjósi, sigri fólkið. „Við erum reiðubúin til að taka við völdum ef franska þjóðin veitir okkur umboð í komandi kosningum. Við erum reiðubúin að beita valdinu, að binda enda á fjöldaflutning til Frakklands, setja kaupmátt í fyrsta sæti, að gera Frakklandi kleift að lifa á ný,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir henni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. 9. júní 2024 13:00