Upplifun mín á því að taka þátt í Gefum íslensku séns Brynjar Björnsson skrifar 8. júní 2024 09:01 Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Á þeim átta árum sem undirritaður hefur búið á Ísafirði hef ég kynnst nokkrum fjölda af erlendu fólki, oftast núverandi eða brautskráðum nemendum við Háskólasetur Vestfjarða, og lít ég á marga þeirra sem vini mína og kunningja. Samskiptamálið hefur verið og er áfram langoftast enska, þó að stundum sé látið reyna á fleiri mál og þá auðvitað með einhverjum tilraunum til að koma íslenskunni á framfæri, en alltaf hefur ensk tunga ráðið ríkjum í þessum samskiptum. Vaxandi fjöldi þessa erlenda fólks, einkum þeirra sem sjá fram á að búa á Íslandi til lengri tíma, hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að læra íslensku. Þetta hvatti mig til að athuga og svo taka þátt í verkefnum á vegum átaksins Gefum íslensku séns, sem kallast Þriðja rýmið og Hraðíslenska, þar sem móðurmálshafar og fólk sem lærir íslensku sem annað mál ræða saman á íslensku. Mjög fljótt fór ég að heyra frá nemendunum (beint og óbeint) þá gagnrýni að ég eigi til með að tala of hratt og nota of flókinn orðaforða til að þau gætu átt nægilega góð samskipti við mig í þessum æfingum. Þetta gerðist þrátt fyrir fyrirætlanir mínar, verandi alveg meðvitaður um að ég væri að spjalla við þátttakendur með mjög misjafna færni í tungumálinu – jafnvel að taka sín fyrstu skref. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar. Einstaklingur sem elst upp í tilteknu málumhverfi og heyrir og notar tungumálið nógu oft getur átt til með að temja sér ákveðna sjálfkrafa beitingu tungumálsins sem getur þá leitt til ómeðvitaðrar beitingar á borð við talhraða og málfar sem gerir málið illskiljanlegra þeim sem tala það sem annað mál. Það kemur svo íslenskunni ekki heldur til hjálpar að ég hef lengi haft mikinn áhuga á enskumælandi menningu og finnst raunverulega gaman að beita enskri tungu, sem hefur skapað tilhneigingu til þess að skipta of fljótt úr íslensku yfir í ensku, eitt af því sem á ekki að gerast. Við þessa sjálfsskoðun varð mér líka hugsað til þess að of oft hafi tilraunir mínar til að hleypa erlendu fólki inn í tungumálið líklega ekki borið tilætlaðan árangur. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri þessa átaks sem ég tek þátt í, bendir líka á að þó að átakið sé auðvitað miðað að erlendu fólki, þá sé það jafnvel frekar miðað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli. Í mínu tilviki hafði þátttaka í átakinu fljótt þau áhrif að ég fór almennt að huga að hægara flæði í talaðri íslensku og finna aðrar leiðir til að koma málinu til skila á skýrari hátt, eftir aðstæðum. Bara með því að huga að þessum atriðum verð ég aðgengilegri erlendu fólki sem lærir íslensku. Svo er þessi ofangreinda upplifun líka upphaf, eitthvað til hafa í huga og byggja á þegar haldið er áfram að taka þátt í átakinu með það að markmiði að á Íslandi eigi íslenskan að vera sjálfsagt samskiptamál allra (eða allavega sem flestra) í landinu. Grein þessi er liður í greinaröð á vegum Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag rituðum af fólki sem lætur sig íslenskuna varða og vill bjóða fólk sem hingað flyst velkomið í íslenskt (mál)samfélag með íslenskuna og brosið að vopni.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar