Sanngjarnt lífeyriskerfi: Í andstöðu við yfirlýst markmið Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 6. júní 2024 13:30 Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Ein tillagan snýr að örorkulífeyristökum sem fá hlutfallslegar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Frá árinu 2016 hafa ÖBÍ réttindasamtök þurft að reka dómsmál til að ná því fram að fjárhæðir, sem stjórnvöld sjálf hafa ákveðið að sé lágmarksframfærsla, séu ekki skertar hjá örorku- og endurhæfingarlífeyristökum vegna búsetu erlendis fyrir upphaf greiðslna. Málið snýst um greiðsluflokk sem nefnist „sérstök framfærsluuppbót“ (framvegis framfærsluuppbót) og er ætlað að tryggja lágmarksfjárhæð til framfærslu, en fjárhæð þessa greiðsluflokks var skert á grundvelli reglugerðarákvæðis þess efnis að framfærsluuppbótin væri greidd í hlutfalli við búsetu á Íslandi. Dómur Hæstaréttar frá 6. apríl 2022 í máli nr. 52/2021 varðaði ágreining sem laut m.a. að því aðóheimilt hafi verið að skerða greiðslur á framfærsluuppbót, vegna fyrri búsetu erlendis. Dómurinn slær því föstu að í fjölmörg ár hafi hinir verst settu örorku- og endurhæfingarlífeyristakar ekki fengið þá lágmarksfjárhæð sem þeim var nauðsynleg. Í kjölfar dómsins var fyrrnefndu reglugerðarákvæði breytt þannig að framfærsluuppbót er ekki lengur reiknuð út frá búsetuhlutfalli. Um hálfu ári frá uppkvaðningu dómsins voru greiðslur leiðréttar fjögur ár aftur í tímann. Málarekstur til að ná fram leiðréttingum fyrir árin 2012 til 2018 stendur enn yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm 14. desember 2023 þess efnis að Tryggingastofnun ríkisins beri að leiðrétta óheimilar skerðingar á greiðslum til örorkulífeyristaka aftur til 1. janúar 2012. Ríkið tók hins vegar ákvörðun um að áfrýja dóminum. Sú réttarbót sem rakin hefur verið stuttlega og náðst hefur í gegnum dómsmál gæti að engu orðið ef breytingar varðandi þennan greiðsluflokk sem fyrirhugaðar eru í frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra um endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga verða að lögum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framfærsluuppbótin verði felld niður og verði þess í stað hluti af nýjum greiðsluflokki örorkulífeyris. Hinn nýi greiðsluflokkur verði ákvarðaður í samræmi við búsetuhlutfall eða áunna búsetu. Mun þetta leiða til talsverðar lækkunar fyrir þann hóp sem hefur ekki áunnið sér full réttindi hér á landi. Í staðinn er lagt til að sett verði bráðabirgðaákvæði sem tekur til þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri ásamt framfærsluuppbót 31. ágúst 2025. Vandinn við bráðabirgðaákvæðið er tvíþættur. Annars vegar nær það ekki til einstaklinga sem koma nýir inn og byrja að fá greiðslur eftir gildistöku laganna. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að samanburðarfjárhæðin, þ.e. fjárhæð framfærsluuppbótar í ágúst 2025, verði verðtryggð. Þess heldur er gert ráð fyrir að eftir því sem örorkulífeyrir hækkar í samræmi við verðtryggingu muni munur á greiðslum til þeirra sem þurfa að treysta á framfærsluuppbótina og annarra sem eru með fullt búsetuhlutfall aukast. Fyrirætlanir þessar ganga gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þ.e. með því að skilja eftir hóp fatlaðs fólks sem hefur erlendan bakgrunn og þau sem bjuggu erlendis áður en til örorkumats kom. Auk þess að vera í andstöðu við jafnræði í samanburði við aðra verður skert framfærsla hópsins að teljast í andstöðu við 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem felur í sér skyldu til að tryggja öllum sem þess þurfa lágmarks aðstoð vegna sjúkleika, örorku og sambærilegra atvika. Með ákvörðun um upphæð óskerts örorkulífeyris telja stjórnvöld sig uppfylla þessa skyldu og telur ÖBÍ því ljóst að hún getur ekki talist uppfyllt gagnvart þeim sem fá lægri greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. ÖBÍ réttindasamtök hafa því lagt til að framfærsluuppbótin haldi gildi sínu þar til framtíðarlausn hefur verið fundin fyrir þá sem ekki hafa áunnið sér eða munu ávinna sér rétt til fullra örorkulífeyrisgreiðslna. Þar með yrði tryggt að greiðslu ofangreinds hóps lækki ekki. Með þeim hætti er fyrirbyggt að afturför verði í réttindum og óþarft verður að halda áfram málarekstri til að tryggja skyldubundna lágmarksframfærslu. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við ábendingum í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarpið og sýna í verki að því stendur ekki á sama um rétt þeirra sem ekki ná að ávinna sér full réttindi í almannatryggingakerfinu. Ef frumvarpið fer í gegn óbreytt verða greiðslur til þessa hóps skertar í beinni andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins um að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga er nú til meðferðar frumvarp um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu, sem myndi fela í sér einhverjar mestu breytingar á kerfinu fyrr og síðar verði frumvarpið samþykkt. ÖBÍ réttindasamtök hafa komið á framfæri fjölda athugasemda og tillagna um breytingar á frumvarpinu. Ein tillagan snýr að örorkulífeyristökum sem fá hlutfallslegar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Frá árinu 2016 hafa ÖBÍ réttindasamtök þurft að reka dómsmál til að ná því fram að fjárhæðir, sem stjórnvöld sjálf hafa ákveðið að sé lágmarksframfærsla, séu ekki skertar hjá örorku- og endurhæfingarlífeyristökum vegna búsetu erlendis fyrir upphaf greiðslna. Málið snýst um greiðsluflokk sem nefnist „sérstök framfærsluuppbót“ (framvegis framfærsluuppbót) og er ætlað að tryggja lágmarksfjárhæð til framfærslu, en fjárhæð þessa greiðsluflokks var skert á grundvelli reglugerðarákvæðis þess efnis að framfærsluuppbótin væri greidd í hlutfalli við búsetu á Íslandi. Dómur Hæstaréttar frá 6. apríl 2022 í máli nr. 52/2021 varðaði ágreining sem laut m.a. að því aðóheimilt hafi verið að skerða greiðslur á framfærsluuppbót, vegna fyrri búsetu erlendis. Dómurinn slær því föstu að í fjölmörg ár hafi hinir verst settu örorku- og endurhæfingarlífeyristakar ekki fengið þá lágmarksfjárhæð sem þeim var nauðsynleg. Í kjölfar dómsins var fyrrnefndu reglugerðarákvæði breytt þannig að framfærsluuppbót er ekki lengur reiknuð út frá búsetuhlutfalli. Um hálfu ári frá uppkvaðningu dómsins voru greiðslur leiðréttar fjögur ár aftur í tímann. Málarekstur til að ná fram leiðréttingum fyrir árin 2012 til 2018 stendur enn yfir. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm 14. desember 2023 þess efnis að Tryggingastofnun ríkisins beri að leiðrétta óheimilar skerðingar á greiðslum til örorkulífeyristaka aftur til 1. janúar 2012. Ríkið tók hins vegar ákvörðun um að áfrýja dóminum. Sú réttarbót sem rakin hefur verið stuttlega og náðst hefur í gegnum dómsmál gæti að engu orðið ef breytingar varðandi þennan greiðsluflokk sem fyrirhugaðar eru í frumvarpi félags- og vinnumarkaðsráðherra um endurskoðun örorkulífeyriskerfis almannatrygginga verða að lögum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að framfærsluuppbótin verði felld niður og verði þess í stað hluti af nýjum greiðsluflokki örorkulífeyris. Hinn nýi greiðsluflokkur verði ákvarðaður í samræmi við búsetuhlutfall eða áunna búsetu. Mun þetta leiða til talsverðar lækkunar fyrir þann hóp sem hefur ekki áunnið sér full réttindi hér á landi. Í staðinn er lagt til að sett verði bráðabirgðaákvæði sem tekur til þeirra sem fá greiddan örorkulífeyri ásamt framfærsluuppbót 31. ágúst 2025. Vandinn við bráðabirgðaákvæðið er tvíþættur. Annars vegar nær það ekki til einstaklinga sem koma nýir inn og byrja að fá greiðslur eftir gildistöku laganna. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að samanburðarfjárhæðin, þ.e. fjárhæð framfærsluuppbótar í ágúst 2025, verði verðtryggð. Þess heldur er gert ráð fyrir að eftir því sem örorkulífeyrir hækkar í samræmi við verðtryggingu muni munur á greiðslum til þeirra sem þurfa að treysta á framfærsluuppbótina og annarra sem eru með fullt búsetuhlutfall aukast. Fyrirætlanir þessar ganga gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þ.e. með því að skilja eftir hóp fatlaðs fólks sem hefur erlendan bakgrunn og þau sem bjuggu erlendis áður en til örorkumats kom. Auk þess að vera í andstöðu við jafnræði í samanburði við aðra verður skert framfærsla hópsins að teljast í andstöðu við 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar sem felur í sér skyldu til að tryggja öllum sem þess þurfa lágmarks aðstoð vegna sjúkleika, örorku og sambærilegra atvika. Með ákvörðun um upphæð óskerts örorkulífeyris telja stjórnvöld sig uppfylla þessa skyldu og telur ÖBÍ því ljóst að hún getur ekki talist uppfyllt gagnvart þeim sem fá lægri greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. ÖBÍ réttindasamtök hafa því lagt til að framfærsluuppbótin haldi gildi sínu þar til framtíðarlausn hefur verið fundin fyrir þá sem ekki hafa áunnið sér eða munu ávinna sér rétt til fullra örorkulífeyrisgreiðslna. Þar með yrði tryggt að greiðslu ofangreinds hóps lækki ekki. Með þeim hætti er fyrirbyggt að afturför verði í réttindum og óþarft verður að halda áfram málarekstri til að tryggja skyldubundna lágmarksframfærslu. ÖBÍ hvetur Alþingi til þess að verða við ábendingum í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka um frumvarpið og sýna í verki að því stendur ekki á sama um rétt þeirra sem ekki ná að ávinna sér full réttindi í almannatryggingakerfinu. Ef frumvarpið fer í gegn óbreytt verða greiðslur til þessa hóps skertar í beinni andstöðu við yfirlýst markmið frumvarpsins um að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun