Ungmenni séu byrjuð að átta sig á slæmum afleiðingum klámáhorfs Bjarki Sigurðsson skrifar 5. júní 2024 21:19 Snæ Humadóttir og Agla Björk Kristjánsdóttir eru nemendur í tíunda bekk. Vísir/Bjarni Sífellt fleiri nemendur í grunnskólum landsins kjósa að horfa ekki á klám. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg segir það gleðitíðindi þar sem klámáhorf sé tengt vanlíðan barna á grunnskólaaldri. Unglingar fagna betri fræðslu. Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk. Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Árið 2021 sögðust helmingur drengja og 83 prósent stúlkna í áttunda bekk aldrei horfa á klám. Með hækkandi aldri jókst klámáhorf og fjöldi þeirra sem horfa aldri fór niður í 21 prósent hjá drengjum og 58 prósent hjá stúlkum í tíunda bekk. Klippa: „Fræða en ekki hræða“ Árið 2022 fjölgaði í hópi þeirra sem horfðu aldrei og í fyrra sögðust 78 prósent drengja í áttunda bekk horfa aldrei á klám og 95 prósent stúlkna. 46 drengja í tíunda bekk gera slíkt hið sama og 82 prósent stúlkna. Höfðu miklar áhyggjur Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur segir þetta gleðitíðindi. „Við höfum haft áhyggjur af þessu. Og árið 2018 höfðum við bara mjög miklar áhyggjur. Við sáum að hópur barna sem var að horfa mjög mikið á klám, og sérstaklega strákar, það var allt of stór hópur,“ segir Kolbrún. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar.Vísir Farið var í að fræða börn um muninn á kynlífi og klámi. Kolbrún segir ánægjulegt að sjá forvarnirnar skila árangri. Klámáhorf hafi áhrif á börn. „Eftir því sem þau horfa meira á klám, þá telja þau andlega heilsu sína verri. Þetta hefur áhrif á svefninn þeirra. Þau sofa ekki eins og vel og þau eru meira kvíðin. Sérstaklega stelpur sem horfa mikið á klám. Við sjáum mjög mikinn mun þar,“ segir Kolbrún. Fræða en ekki hræða Ungmenni á höfuðborgarsvæðinu telja umræðu um klám meðal jafnaldra sinna vera orðin meiri og betri. „Ég myndi segja að fræðslan sé meira þannig að það er talað við okkur en ekki bara lesið af glærum. Það er verið að segja hvað áhorf getur valdið. Ég held að unglingar séu byrjaðir að fatta: „Ókei já, ég kannski finn meira fyrir þessu ef ég er búinn að vera horfa meira á þetta“,“ segir Agla Björk Kristjánsdóttir, nemandi í tíunda bekk. Ungmenni átti sig á því að klám sé ekki endilega gott fyrir þau. „Um leið og við fáum fræðslu þá leitum við minna á netið. Og klámið er á netinu, allavega það sem við fáum svona beint í æð. Þannig ég held að fræðslan sé að skila sér. Fræða en ekki hræða,“ segir Snæ Humadóttir, einnig nemandi í tíunda bekk.
Grunnskólar Klám Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira