Mætti manni, veitti honum eftirför og réðst svo á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júní 2024 17:32 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað. Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað. Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Fyrri líkamsárásina framdi maðurinn í mars í fyrra. Þar var honum gefið að sök að ráðast að öðrum manni, lemja hann víðs vegar um líkamann. Fyrir vikið blóðgaðist sá sem varð fyrir árásinni á höfði, og hlaut skurð á hvirfli. Hin líkamsárásin átti sér stað í júlí í fyrra. Í ákæru er aðdraganda hennar lýst þannig að maðurinn hafi byrjað að veita öðrum manni eftirför þegar þeir mættust á ótilgreindum stað. Hinum manninum hafi þótt það ógnandi og breytt um stefnu og lagt leið sína að leikskóla. Þá hafi maðurinn ráðist á hann, sparkað ítrekað í átt til hans, reynt að slá til hans með krepptum hnefa og hrækt í andlitið á honum. Þar að auki er hann sagður hafa hótað honum frekari líkamsmeiðingum, en svo virðist sem maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi orðið fyrir einu höggi, og það í fótlegginn. Braut og bramlaði Líkt og áður segir var maðurinn ákærður fyrir fjölda brota sem varða eignaspjöll. Í því fyrsta var honum gefið að sök að rífa svokallaðar hleðslulúgur tveggja mannlausra og kyrrsettra bíla og síðan kasta þeim í ökutækin. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir að kasta járngrind í gegnum rúðu á útibúi Landsbankans. Þá var honum gefið að sök að brjóta baksýnisspegla, rispa og sparka í bíla. Einnig braut hann útiljós. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að stela súkkulaðistykki. Og fyrir að blekkja leigubílstjóra til að aka með sig ótilgreinda leið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar á leiðarenda var komið sýndi gjaldmælirinn níu þúsund krónur. Þá sagðist maðurinn ætlað að fara inn og sækja peninga og greiða fyrir farið, en hann kom aldrei aftur. Maðurinn játaði sök. Hann á nokkurn sakaferil að baki en með þessum brotum sínum rauf hann skilorð. Líkt og áður segir hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt verður dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða tæplega eina og hálfa milljón samanlagt í miskabætur og málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira