10 sekir menn gangi lausir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 5. júní 2024 10:30 Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Sjá meira
Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun