Aðild Péturs Jökuls óskýr að sögn dómara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:20 Pétur Jökull var ákærður fyrir aðild að stóra kókaínmálinu í síðasta mánuði og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan. Vísir/Samsett Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Pétur Jökull hefur sitið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og hann neitar alfarið sök. Í ákærunni er því haldið fram að Pétur hafi komið að smyglinu með sams konar hætti og þeir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir í málinu og játuðu sök. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins lofaði saksóknari að bæta úr því að nákvæmari lýsing hafi ekki fylgt ákæruskjalinu og um það mun næsta þinghald snúast þann þrettánda júní næstkomandi. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Er þetta stærsta mál sem varðar kókaínsmygl í sögu landsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Pétur Jökull hefur sitið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og hann neitar alfarið sök. Í ákærunni er því haldið fram að Pétur hafi komið að smyglinu með sams konar hætti og þeir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir í málinu og játuðu sök. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins lofaði saksóknari að bæta úr því að nákvæmari lýsing hafi ekki fylgt ákæruskjalinu og um það mun næsta þinghald snúast þann þrettánda júní næstkomandi. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Er þetta stærsta mál sem varðar kókaínsmygl í sögu landsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira