Alpine framlengir ekki við Ocon eftir áreksturinn í Mónakó Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2024 11:24 Ocon fór illa að ráði sínu í Mónakó og klessti á liðsfélaga sinn. Hann neyddist til að hætta keppni í kjölfarið vegna skemmda á bílnum. Clive Rose/Getty Images Kappaksturslið Alpine í Formúlu 1 hefur ákveðið að framlengja ekki samning ökuþórsins Esteban Ocon sem varð valdur að harkalegum árekstri í Mónakó síðustu helgi. Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ocon varð liðinu til ama í Mónakó um síðustu helgi þegar hann kaus að fylgja ekki plani og reyndi að taka fram úr liðsfélaga sínum Pierre Gasly en klessti óvart aftan á hann. Ocon tókst að koma bíl sínum í pittinn eftir áreksturinn en skemmdirnar reyndust of miklar til að halda áfram keppni. Rewind to the first lap before the red flag ⏪The Alpine drivers make contact and Ocon takes flight at Portier! Both drivers have made it back to the pit lane #F1 #MonacoGP pic.twitter.com/uDApxbVRnu— Formula 1 (@F1) May 26, 2024 „Ég var í sjokki. Þetta var algjör óþarfi. Við erum með skýrt plan og leiðbeiningar fyrir kappaksturinn, sá sem er á eftir hjálpar þeim sem er á undan,“ sagði liðsfélagi hans við fjölmiðla eftir kappaksturinn í Mónakó. Alpine tilkynnti svo rétt í þessu að samningur Ocon yrði ekki framlengdur að tímabilinu loknu. Þetta bindur enda á fimm ára veru hans með liðinu, hann varð fyrsti ökuþór liðsins til að vinna keppni þegar hann fagnaði sigri í Ungverjalandi árið 2021. Hann komst í tvö önnur skipti á verðlaunapall, síðast í Mónakó 2023 þegar hann endaði í þriðja sæti. „Við áttum frábærar stundir saman, erfiðar stundir líka en ég er svo þakklátur öllum sem gerðu þennan tíma svo eftirminnilegan. Ég mun upplýsa um framhaldið bráðlega, en þangað til fer öll mín orka í að ná sem bestum árangri í keppnunum sem eftir eru á tímabilinu,“ sagði Ocon í yfirlýsingu Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira