Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 13:40 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni. Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni.
Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira