Áhyggjur læknanna ótímabærar og byggðar á misskilningi Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 11:30 Ásgeir Margeirsson er formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, Formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala segir áhyggjur lækna vegna þyrlupalls á svæðinu vera ótímabærar. Þyrlupall í Nauthólsvík þurfi sama hvort annar verði reistur ofan á spítalanum eða ekki. Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir. Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Fyrir helgi birti hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar grein á Vísi þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum á því að stefnt sé á að byggja þyrlupall við Nauthólsvík en sem stendur eru engin áform um að slíkur pallur verði ofan á nýjum Landspítala sem verið er að reisa við Hringbraut. Sjúklingar sem fluttir eru með þyrlunum þurfi að komast inn á spítala sem fyrst og með því að hafa þyrlupallinn ekki ofan á spítalanum sé sá tími lengdur til muna. Ásgeir Margeirsson, formaður stýrihóps um verkefni Nýs Landspítala, segir áhyggjur læknanna ótímabærar og að einhverju leyti byggðar á misskilningi. Aðstaðan í Nauthólsvík sé nú þegar til staðar, en með viljayfirlýsingu borgarinnar og Landspítalans sé verið að tryggja aðgengi að henni. „Þyrlupallur ofan á byggingum Landspítalans einn og sér er ekki nægilegur. Það yrði líka að vera lendingarstaður fyrir þyrlur við flugvöllinn með blindflugsbúnaði og slíku. Lendingarstaður fyrir þyrlur ofan á byggingu Landspítalans yrði aldrei með blindflugsbúnaði heldur bara fyrir sjónflug. Þannig það verður að vera tvennt,“ segir Ásgeir. Það eigi eftir að útfæra ýmis verkefni við nýja Landspítalann, þar á meðal hvort þyrlupallur verði þar. Ásgeir segir að hægt verði að byggja hann þar verði ákveðið að gera það. Upp hafi komið einhverjar áhyggjur vegna þyrlupalls ofan á spítalanum, þar á meðal vegna ónæðis, peningamála og fleira. „Í mínum huga á bara eftir að komast á þann punkt að segja: „Já, það er rétt að gera þetta“. Það er bara alveg eins og með önnur mannvirki í seinni áfanga uppbyggingarinnar á Hringbraut, það á eftir að taka ýmsar ákvarðanir,“ segir Ásgeir.
Fréttir af flugi Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. 17. september 2021 13:12