Pólverjar víggirða landamærin í austri Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2024 10:44 Cezary Tomczyk, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Wieslaw Kukula, formaður herforingjaráðs Póllands, á blaðamannafundi í gær. AP/Czarek Sokolowski Ráðamenn í Póllandi tilkynntu í gær ætlanir um umfangsmikla varnarvirkjagerð á landamærum Póllands við Rússland og Belarús. Einnig stendur til að auka fjárfestingar í stafrænum vörnum, drónaeftirliti og annarskonar varnarmálum. Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum. Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Verkefnið ber nafnið „Austurskjöldur“ og segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Póllands að verkefnið eigi sér ekki fordæmi í Póllandi né innan Atlantshafsbandalagsins frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Landamærin sem um ræðir eru um sjö hundruð kílómetra löng. Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Póllands sögðu í gær að vinna þessi væri hafin og á hún að kosta um það bil 345 milljarða króna fram til ársins 2028, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stjórnarandstaða Póllands er sögð hlynnt þessu átaki. „Markmið skjaldarins er að verja landsvæði Póllands, draga úr hreyfigetu hermanna óvina okkar og gera okkur auðveldar að hreyfa okkar hermenn og verja borgara okkar,“ sagði Władysław Kosiniak-Kamysz, varnarmálaráðherra, á blaðamannafundi í gær. Wiesław Kukuła, formaður herforingjaráðs Póllands, segir að meðal varnarvirkja verði eftirlitsturnar, skriðdrekatálmar, skurðir, byrgi og neðanjarðarskýli. Þá eigi einnig að ryðja land þar sem hægt verði að koma fyrir jarðsprengjum, verði það nauðsynlegt. Þar að auki ætla Pólverjar að kaupa fjóra loftbelgi frá Bandaríkjunum sem innihalda öflugar ratsjár. Þeir eiga að svífa nærri landamærunum en samningurinn er metinn á nærri því 140 milljarða króna. Landamæri Póllands við Rússland og Belarús munu á köflum líta svona út.Varnarmálaráðuneyti Póllands Segjast þegar hafa orðið fyrir árásum Ríkisstjórn Póllands, sem styður við bakið á Úkraínumönnum í vörnum þeirra gegn innrás frá Rússlandi, segir Pólverja þegar hafa orðið fyrir árásum frá Rússlandi og Belarús, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar sé meðal annars um að ræða tölvuárásir, tilraunir til skemmdarverka og það að farand- og flóttafólk hafi verið flutt frá Mið-Austurlöndum og þvingað yfir landamærin, með því markmiði að grafa undan Evrópusambandinu. Varnarvirkin á að nota í samfloti með sambærilegum varnarvirkjum sem til stendur að reisa í Eystrasaltsríkjunum, Litháen, Lettlandi og Eistlandi. Ráðamenn þeirra ríkja gerðu nýverið samkomulag um að byggja upp varnir á landamærum þeirra við Rússland og Belarús. Sjá einnig: Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Pólverjar ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu og hafa meðal annars gert umfangsmikla vopnakaupasamninga við Suður-Kóreu og Bandaríkin á undanförnum árum.
Pólland Rússland Belarús Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32