„Svona eru íþróttir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. maí 2024 19:46 Hallgrímur hefur náð smá lit í sólinni í Garðabæ. Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var sársvekktur eftir stórt tap gegn Stjörnunni í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Lokastaðan í Garðabæ 5-0 þar sem KA hreinlega sá ekki til sólar. „Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Stjarnan unnu bara stórt og sanngjarnt. Þeir spiluðu mjög vel og við spiluðum ekki vel. Byrjum leikinn á að vera alltof passívir og það er erfitt að vera komnir 2-0 undir eftir smá stund. Svo finnst mér við finna okkur aðeins í lok fyrri hálfleik og sköpum færi.“ sagði Hallgrímur um frammistöðuna eftir leik í samtal við Vísi og bætti við: „Hefðum getað skorað þarna í fyrri hálfleik þegar við erum einir á móti markmanni og fáum nokkur færi. Síðan byrjar seinni hálfleikur eins og sá fyrri, við fáum mark í andlitið snemma og eftir það er þetta bara erfitt. Þeir unnu sanngjarnt.“ Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins á þriðju mínútu og voru svo komnir í 2-0 með marki Emils Atlasonar eftir 10 mínútur rúmar. Hallgrímur samþykkti að þetta hefðu verið vonbrigði að mæta svona til leiks. „Þetta gefur orku fyrir þá. Það er 2-0 eftir tíu mínútur og við erum ekki byrjaðir. Erum alltof passívir, varnarlínan okkar stígur ekki upp og það er eins og við séum eitthvað slegnir. Eins og við þorum ekki að fara í þá og þeir bara nýttu sér það vel.“ sagði Hallgrímur Hversu mikið áhrif hefur svona stórt tap á andlegu hlið leikmanna KA. „Menn setjast núna uppí rútu og keyra norður. Verðum fúlir í hálftíma eða klukkutíma og svo byrjum við bara að tala saman. Við þurfum bara að sýna betri frammistöðu og við vitum að við getum það. Við áttum bara slakan leik en á sama tíma vil ég hrósa Stjörnunni, þeir voru frábærir. Þá fer þetta bara svona. Við höfum alveg lent í þessu áður, við höldum áfram. Eigum ÍA á heimavelli næst, þá lofa ég þér því að við mætum með alvöru hugarfar.“ Stjarnan vann KA einnig 4-0 á síðustu leiktíð og virðist vera sem Samsung völlurinn sé orðinn að grýlu fyrir Akureyringa. „Fyrir það held ég að við höfum unnið sex og tapað einum gegn Stjörnunni. Þetta eru tveir stórir skellir hér sem er vont en svona eru íþróttir. Áfram gakk.“Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira