„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. maí 2024 11:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45