„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. maí 2024 11:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Sigurjón Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Það styttist óðfluga í fyrsta daga hvalveiðitímabilsins en matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hvort einhver hvalur verði veiddur í sumar við Íslandsstrendur er því enn óljóst. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, kveðst ekki enn vera búin að taka ákvörðun þar sem hvalveiðar séu á ákveðnum tímamótum um þessar mundir. „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir og eru að bíða eftir niðurstöðunni en það er þannig að þetta er rosalega flókið lagaumhverfi,“ segir Bjarkey. „Það er verið að velta fyrir sér regluverki í kringum þessi mál, sem er snúið, og ég hef ákveðið að gefa mér tíma til þess að fara vel yfir þetta, fá þau gögn sem ég hef talið mig þurfa að fá. Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þetta er á þeim stað sem þetta er á núna.“ Hún segir fleiri hafa óskað eftir því að koma að umsagnarferli veiðileyfisins en áður, til að mynda náttúruverndarsamtök og fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Gæti þá verið að hvalveiðar fari ekki fram í sumar samt sem áður? „Eins og ég segi, staðan er þannig núna að þetta er í þessu ferli og ég vil ekki segja meira um það í bili fyrr en ég hef þessa niðurstöðu,“ segir Bjarkey. Hún telur sig ekki baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu með þessu, þrátt fyrir að bæði Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi haldið því fram í fjölmiðlum síðustu daga. „Ég er ný í ráðuneytinu og mér finnst ekki eðlilegt að taka ákvarðanir án þess að hafa allt sem ég tel mig þurfa í höndunum,“ segir Bjarkey.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45