„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 15:30 Þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi hafa verið taldar fyrirboði eldgoss. Magnús Tumi segir atburðinn í morgun vísbendingu um að það styttist í næsta atburð. Vísir/Vilhelm/Ívar Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Í morgun mældust þrýstingsbreytingar í borholu HS Orku í Svartsengi. Starfsmenn orkuversins voru beðnir um að yfirgefa Svartsengi og snúa sér að öðrum verkefnum. Slíkar þrýstingsbreytingar hafa áður verið taldar fyrirboði eldgoss. Mælar Veðurstofunnar sýndu hinsvegar engin merki um breytingar. Í samtali við fréttastofu segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, að atburðurinn í morgun sé merki um að tíðinda gæti verið að vænta fljótlega. „Þetta ber þess merki að það sé eitthvað mjög nálægt því að bresta.“ Að hans sögn virðist sem eitthvað hafi farið af stað í morgun en dottið niður áður en kvikuhlaup hófst. Þetta er á brotmörkunum Hann vill þó fara varlega í yfirlýsingar og segir að þó langlíklegast sé að komi til kvikuhlaups og eldgoss á endanum sé ekki hægt að segja til um hvenær það verði. Ekki merki um kraftmeira gos Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og nú hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Magnús Tumi segir þetta ekki endilega benda til þess að ef til eldgoss komi að það verði öflugra en áður. „Þetta er ekki mikið meira en hefur verið í fyrri atburðum. Þessi hegðun, að það þurfi alltaf aðeins meira milli gosa er það sem sást í Kröflueldum. Ég held að við ættum að reikna með einhverju svipuðu, kannski aðeins öflugra.“ Þá finnst honum líklegast að gos komi upp á Sundhnúksgígaröðinni og þá með skömmum fyrirvara. Hinsvegar sé ekki hægt að útiloka að kvikan brjóti sér leið annað, en ef svo færi þá yrði fyrirvarinn lengri. Grindavík ekki staður fyrir partýstand eða börn Gist er í um tuttugu húsum í Grindavík um þessar mundir. Magnús Tumi segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að því gefnu að fólk sé tilbúið að rýma öllum stundum. Ef fólk er klárt í að yfirgefa staðinn á korteri þá er þetta ekki mjög stór áhætta. Grindavík sé hinsvegar ekki staðurinn til að halda partý eða dvelja með börn á þessa dagana.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira