Fögnum á degi líffræðilegrar fjölbreytni Rannveig Magnúsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Skúli Skúlason, Ole Sandberg og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2024 07:31 Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni á Íslandi Þann 22. maí ár hvert er líffræðilegri fjölbreytni hampað um allan heim. Við á Íslandi getum sannarlega fagnað því hér er stórbrotin náttúra og mikil líffræðileg fjölbreytni í vistkerfum og innan tegunda. Þó hér sé ekki að finna margar tegundir miðað við nágrannalöndin þá hafa sérstakar aðstæður skapað tækifæri til tegundamyndunar. Dæmi um þetta eru fjögur ólík afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni sem hafa þróast útfrá einum bleikjustofni á innan við 10 þúsund árum. Einnig er mikill breytileiki hjá fleiri tegundum eins og hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi eru nokkrar tegundir sem finnast hvergi annars staðar í heiminum. Þar á meðal eru íslensku grunnvatnsmarflærnar Þingvallamarfló Crymostygius thingvallensins og Íslandsmarfló Crangonyx islandicus. Rannsóknir sýna að Íslandsmarflóin hefur verið á Íslandi í a.m.k. fimm milljón ár. Hægt er að læra meira um afbrigði bleikjunnar í Þingvallavatni og grunnvatnsmarflærnar á sýningu Náttúruminjasafns Íslands Vatnið í náttúru Íslands. Alþjóðlegar skuldbindingar Það má ekki gleyma því að mannkynið er hluti af náttúrunni. Til að við getum lifað á þessari jörð þurfa vistkerfi heims að hafa getu til að búa til hreint vatn, andrúmsloft, fæðu og fleira sem fellur undir þjónustu þeirra. Þessi þjónusta vistkerfa er þó alls ekki bara fyrir okkur, heldur allar lífverur. Því er til mikils að vinna að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað. Á sama tíma er mikilvægt að við getum nýtt okkur gjafir jarðar á sjálfbæran hátt og með jafnrétti að leiðarljósi. Um þetta snýst einmitt Kunming-Montréal stefna Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem samþykkt var haustið 2022. Þessi stefna er að mörgu leyti sambærileg Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda Þann 23. apríl 2024 hélt samstarfsvettvangurinn BIODICE heilsdags vinnustofu um líffræðilega fjölbreytni. Markmið vinnustofunnar var að greina og ræða málefni líffræðilegrar fjölbreytni í víðu samhengi eins og hún birtist í íslenskri stjórnsýslu. Viðfangsefnið tengist verkefninu Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda (The Nordic Biodiversity Framework) sem BIODICE og samstarfsaðilar fengu nýlega styrk til frá Norræna vinnuhópnum um líffræðilega fjölbreytni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, og einnig samhliða verkefni sem BIODICE vinnur að í samstarfi viðmatvælaráðuneytið. Vinnustofan var afar vel sótt og mættu um 40 einstaklingar til leiks. Fulltrúar ráðuneyta og tengdra aðila sem vinna með málefni líffræðilegrar fjölbreytni í stjórnsýslunni tóku þátt þ.m.t. stýrihópur um stefnu og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni sem skipaður var í byrjun árs og starfar á vegum umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins. Verkefnin framundan Haustið 2024 mun BIODICE standa fyrir þremur vinnustofum til viðbótar. Á Íslandi höldum við áfram umræðu um líffræðilega fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu með þátttöku fleiri hagaðila. Í kjölfarið verða haldnar sambærilegar vinnustofur í Finnland og Danmörku. Eftir árið munu því liggja fyrir upplýsingar sem gagnast munu í áframhaldandi vinnu hérlendis sem og í hinum samstarfslöndunum við innleiðingu markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni með sjálfbærni og jafnrétti að leiðarljósi eins og samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa við verkefni BIODICE.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun