Óheiðarleiki gagnvart öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun