Útgjöld ríkissjóðs vegna Grindavíkur hátt í hundrað milljarðar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2024 20:30 Bjarni Benediksson kynnti aðgerðir vegna Grindavíkur á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Heildarumfang útgjalda sem ríkissjóður hefur efnt til vegna náttúruhamfara við Grindavík stefnir í hundrað milljarða. Forsætisráðherra segir skyldur gagnvart heimilum vega þyngra en gagnvart atvinnustarfsemi. Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar í Hörpu í dag. Þar voru kynntar tillögur að stuðningslánum til grindvískra heimila og fyrirækja í bænum að viðbættum viðspyrnustyrkjum, framhaldi launastuðnings og hráefnis- og afurðatryggingum. Þá verður sérstakur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga framlengdur til áramóta. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist gera sér grein fyrir að ekki væri hægt að mæta kröfum allra. „En við höfum gengið mjög langt. Heildarumfang útgjaldanna sem við höfum efnt til vegna Grindavíkur stefnir í átt að hundrað milljörðum.” Ekki stendur til að ríkið kaupi upp atvinnuhúsnæði líkt gert var við íbúðarhúsnæði. „Það er meðal annars vegna þess að við lítum þannig á að skyldur okkar gagnvart heimilum séu ríkari en gagnvart atvinnustarfsemi, sem alltaf hlýtur í eðli sínu upp að vissu marki að vera áhættusöm. Við erum með fyrirkomulag hér á landi í hlutafélagaforminu sem tryggir að menn geti takmarkað áhættu sína.“ Önnur úrræði en uppkaup standi fyrirtækjaeigundum til boða. „Við erum með viðspyrnustyrkina, þetta eru hreinir styrkir til rekstraraðila vegna þess að tekjur þeirra hafa skroppið saman. Við erum að borga laun fyrir þá sem ekki geta sótt vinnu og svo framvegis,“ segir Bjarni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, minnti á að Grindvíkingar hefðu lagt mikið til þjóðarbúsins í gegnum árin og ætli sér að gera það áfram. „Auðvitað hefðum við gjarnan vilja sjá meira, sérstaklega fyrir fyrirtækin, en eins og forsætisráðherra sagði þá er ekki hægt að gera allt fyrir alla. En við þökkum fyrir það sem vel er gert.“ Gera má ráð fyrir að kostnaður ríkisins af þeim aðgerðum sem þegar hefur verið ráðist í og eru áformaður sé hátt í hundrað milljarðar.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira