Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2024 22:49 Arnar Þór Jónsson sagði kristin gildi leiðarljós í lífi sínu. Hann segir umhugsunarvert hversu margar fóstureyðingar fari fram á Íslandi á hverju ári. vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í forsetakappræðum á Stöð 2 í kvöld. Hann synti aðeins á móti straumnum þegar forsetaefnin voru spurð út í afstöðu sína til þungunarrofs eða fóstureyðinga. Arnar Þór lagði áherslu á að tala um fóstureyðingu í umræðunni á meðan aðrir kusu að nota orðið þungunarrof sem hefur verið algengara í umræðunni seinustu ár. Lesandi Vísis beindi þeirri spurningu til forsetaefnanna sex í kappræðum hver afstaða þeirra væri til fóstureyðinga, eins og lesandinn komst að orði. Arnar Þór hefur sterkar skoðanir á málinu. Hægt að finna foreldri fyrir öll börn „Ég hef svo sem sagt í aðdraganda þessara kosninga að ég byggi mitt líf á kristnum gildum. Ég er trúaður maður. Lífið er ekki bara dýrmætt heldur heilagt. Við eigum að verja sakleysið. Ekkert er saklausara en barnið. Fyrir mér er barn í móðurkviði lifandi vera. Barn í móðurkviði getur átt erfðarétt að lögum,“ sagði Arnar Þór. „Þær aðstæður geta komið upp að sé nauðsynlegt að framkvæma svona aðgerð. Það kann að vera að líf móður sé í hættu, heilsufar barns eða hvað það þarf að vera. Ég sé þetta mál ekki svart hvítt. En ég lít á þetta ekki bara sem lagalegt úrlausnarefni heldur líka siðferðilegt.“ Þar skipti að sjálfsögðu máli hve langt kona væri gengin. „Mér finnst að á þessu sviði verðum við að fara mjög gætilega. Yfir þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar hér, allt upp í þrjár á dag. Í mínum huga er þetta mjög umhugsunarvert. Ég hefði haldið að þessi blessuðu börn ættu að fá tækifæri til að fá að lifa. Fullt af fólki væri tilbúið að taka við þeim og veita því gott líf.“ Þá skaut hann á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn og sagði hana hafa sýnt vanvirðingu gagnvart lífinu með ummælum sínum hvað þetta snerti. Vísaði hann þar til svara Katrínar í Spursmálum Morgunblaðsins varðandi tímamörk þegar kæmi að þungunarrofi. Morgunblaðið sló því upp að Katrín vildi engin tímamörk á fóstureyðingum. Arnar Þór vildi að Katrín skýrði ummæli sín betur. Þykir miður hvernig lagt hafi verið út af orðum sínum „Á Íslandi er góð löggjöf um þungungarrof. Þá löggjöf studdi ég og gerði enga tillögu um breytinga. Það sem ég benti á í þeim umræðum var að það væri ekki sjálfgefið að löggjafinn ákveði tímamörk í lögum. Þannig er það til dæmis ekki í Kanada. Þar er það lagt í hendur kvennanna sjálfra og lækna og heilbrigðisstarfsfólk að meta hvenær megi grípa inn í,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir lagði áherslu á að tímamörk hvað varði þungunarrof eigi ekki endilega að vera ákvarðað af þinginu. Konur og læknar eigi að geta komið að slíkri ákvörðun.Vísir/vilhelm „Ég held að það sé engin kona sem fari í þungunarrof af léttúð, þetta er ávallt þungbær ákvörðun. Hana þarf að taka í samráði við lækna og heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst miður hvernig lagt hefur verið út af orðum mínum þar sem ég vitna í raun og veru í þau prinsipp sem hafa verið til umræðu. Hversu langt á löggjafinn að ganga í því að ákvarða þetta, eða getum við treyst heilbrigðisstarfsfólki og getum við treyst konum?“ Mikið jafnréttismál Jón Gnarr sagðist sáttur við lögin um þungunarrof sem hefðu verið vel unnin og í samstarfi við sérfræðinga. Halla Tómasdóttir sagði þungunarrof mikið jafnréttismál og þau Jón snertu á því að það ætti ekki að vera réttindi einstakra efnaðra að fljúga utan á einkastofur heldur réttindi allra. Halla benti í því samhengi á stöðu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna þar sem þungunarrof væri hreinlega bannað. Jón Gnarr sagði mikilvægt að þungunarrof væri ekki úrræði sem aðeins þeir ríku gætu haft í erfiðum aðstæðum.Vísir/vilhelm Halla Hrund sagði löggjöfina einnig ná vel utan um málið. Um væri að ræða mikið jafnréttismál enda hafi konur sums staðar ekki þennan möguleika. Baldur sagði að sótt hefði verið að rétti kvenna víða í þessum málum og hann myndi skoða vel að vísa því til þjóðarinnar tæki þingið upp á því að skerða réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Arnar Þór átti þó lokaorðið. Hann hefði blandað sér í opinbera umræðu um þungunarrof þegar frumvarp sem varð að lögum hefði verið til umfjöllunar. Baldur og Halla Hrund töluðu á svipuðum nótum um þungunarrof.Vísir/vilhelm „Á þinginu var við setningu þessara laga talað um fóstur sem frumuklasa. Þá skrifaði ég grein í blöðin sem hét „Við erum öll frumuklasar“. Ef við tölum af vanvirðingu um barn í móðurkviði sem frumuklasa þá er næsta skref að tala um fólk sem frumuklasa. Það er mjög vafasamt skref að stíga,“ sagði Arnar Þór og lagði áherslu á hve viðkvæmt og siðferðilegt málefni væri um að ræða. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan. Þungunarrof Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Þórs í forsetakappræðum á Stöð 2 í kvöld. Hann synti aðeins á móti straumnum þegar forsetaefnin voru spurð út í afstöðu sína til þungunarrofs eða fóstureyðinga. Arnar Þór lagði áherslu á að tala um fóstureyðingu í umræðunni á meðan aðrir kusu að nota orðið þungunarrof sem hefur verið algengara í umræðunni seinustu ár. Lesandi Vísis beindi þeirri spurningu til forsetaefnanna sex í kappræðum hver afstaða þeirra væri til fóstureyðinga, eins og lesandinn komst að orði. Arnar Þór hefur sterkar skoðanir á málinu. Hægt að finna foreldri fyrir öll börn „Ég hef svo sem sagt í aðdraganda þessara kosninga að ég byggi mitt líf á kristnum gildum. Ég er trúaður maður. Lífið er ekki bara dýrmætt heldur heilagt. Við eigum að verja sakleysið. Ekkert er saklausara en barnið. Fyrir mér er barn í móðurkviði lifandi vera. Barn í móðurkviði getur átt erfðarétt að lögum,“ sagði Arnar Þór. „Þær aðstæður geta komið upp að sé nauðsynlegt að framkvæma svona aðgerð. Það kann að vera að líf móður sé í hættu, heilsufar barns eða hvað það þarf að vera. Ég sé þetta mál ekki svart hvítt. En ég lít á þetta ekki bara sem lagalegt úrlausnarefni heldur líka siðferðilegt.“ Þar skipti að sjálfsögðu máli hve langt kona væri gengin. „Mér finnst að á þessu sviði verðum við að fara mjög gætilega. Yfir þúsund fóstureyðingar eru framkvæmdar hér, allt upp í þrjár á dag. Í mínum huga er þetta mjög umhugsunarvert. Ég hefði haldið að þessi blessuðu börn ættu að fá tækifæri til að fá að lifa. Fullt af fólki væri tilbúið að taka við þeim og veita því gott líf.“ Þá skaut hann á Katrínu Jakobsdóttur meðframbjóðanda sinn og sagði hana hafa sýnt vanvirðingu gagnvart lífinu með ummælum sínum hvað þetta snerti. Vísaði hann þar til svara Katrínar í Spursmálum Morgunblaðsins varðandi tímamörk þegar kæmi að þungunarrofi. Morgunblaðið sló því upp að Katrín vildi engin tímamörk á fóstureyðingum. Arnar Þór vildi að Katrín skýrði ummæli sín betur. Þykir miður hvernig lagt hafi verið út af orðum sínum „Á Íslandi er góð löggjöf um þungungarrof. Þá löggjöf studdi ég og gerði enga tillögu um breytinga. Það sem ég benti á í þeim umræðum var að það væri ekki sjálfgefið að löggjafinn ákveði tímamörk í lögum. Þannig er það til dæmis ekki í Kanada. Þar er það lagt í hendur kvennanna sjálfra og lækna og heilbrigðisstarfsfólk að meta hvenær megi grípa inn í,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir lagði áherslu á að tímamörk hvað varði þungunarrof eigi ekki endilega að vera ákvarðað af þinginu. Konur og læknar eigi að geta komið að slíkri ákvörðun.Vísir/vilhelm „Ég held að það sé engin kona sem fari í þungunarrof af léttúð, þetta er ávallt þungbær ákvörðun. Hana þarf að taka í samráði við lækna og heilbrigðisstarfsfólk,“ sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst miður hvernig lagt hefur verið út af orðum mínum þar sem ég vitna í raun og veru í þau prinsipp sem hafa verið til umræðu. Hversu langt á löggjafinn að ganga í því að ákvarða þetta, eða getum við treyst heilbrigðisstarfsfólki og getum við treyst konum?“ Mikið jafnréttismál Jón Gnarr sagðist sáttur við lögin um þungunarrof sem hefðu verið vel unnin og í samstarfi við sérfræðinga. Halla Tómasdóttir sagði þungunarrof mikið jafnréttismál og þau Jón snertu á því að það ætti ekki að vera réttindi einstakra efnaðra að fljúga utan á einkastofur heldur réttindi allra. Halla benti í því samhengi á stöðu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna þar sem þungunarrof væri hreinlega bannað. Jón Gnarr sagði mikilvægt að þungunarrof væri ekki úrræði sem aðeins þeir ríku gætu haft í erfiðum aðstæðum.Vísir/vilhelm Halla Hrund sagði löggjöfina einnig ná vel utan um málið. Um væri að ræða mikið jafnréttismál enda hafi konur sums staðar ekki þennan möguleika. Baldur sagði að sótt hefði verið að rétti kvenna víða í þessum málum og hann myndi skoða vel að vísa því til þjóðarinnar tæki þingið upp á því að skerða réttindi kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Arnar Þór átti þó lokaorðið. Hann hefði blandað sér í opinbera umræðu um þungunarrof þegar frumvarp sem varð að lögum hefði verið til umfjöllunar. Baldur og Halla Hrund töluðu á svipuðum nótum um þungunarrof.Vísir/vilhelm „Á þinginu var við setningu þessara laga talað um fóstur sem frumuklasa. Þá skrifaði ég grein í blöðin sem hét „Við erum öll frumuklasar“. Ef við tölum af vanvirðingu um barn í móðurkviði sem frumuklasa þá er næsta skref að tala um fólk sem frumuklasa. Það er mjög vafasamt skref að stíga,“ sagði Arnar Þór og lagði áherslu á hve viðkvæmt og siðferðilegt málefni væri um að ræða. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan.
Þungunarrof Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira