Mikill meirihluti hlynntur dánaraðstoð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:40 Mikill meirihluti vill að læknum verði heimilað að aðstoða fólk við að binda enda á jarðvist þess. Getty/tofumax Um 77 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent eru andvíg. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50