Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 07:18 Þúsundir Palestínumanna sem flúið hafa heimili sín á Gasa hafast nú við í tjaldbúðum í Deir al Balah. AP/Abdel Kareem Hana Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira