Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2024 08:05 Mótmælin í gær eru talin þau umfangsmestu hingað til. AP/Zurab Tsertsvadze Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Mótmælendur segja lögin ógna frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu en þau svipa mjög til rússneskra laga sem hafa ítrekað verið notuð þar til að kveða niður andóf gegn stjórnvöldum. Lagafrumvarpið sem hefur verið til umræðu í þingi Georgíu snýr í einföldu máli sagt að því að skikka samtök, stofnanir og fyrirtæki sem fá meira en fimmtung af fjármagni sínu erlendis frá til að skilgreina sig sem „erlenda aðila“. Þessum aðilum yrði einnig gert að afhenda yfirvöldum ársyfirlit yfir aðgerðir þeirra ella verða beittir háum sektum. Sjá einnig: Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Ríkisstjórn Georgíu er stjórnað af flokki sem kennir sig við „georgíska drauminn“ en sá flokkur er leiddur af auðjöfrinum Bidzina Ivanishvhvili, sem var áður forsætisráðherra og vill binda Georgíu og Rússland nánari böndum. Mótmælendur eru ósammála þeirri stefnu og segjast vilja standa vörð um frelsi þeirra. I don't think I've ever seen so many people on the streets of Georgia before.This comes after Georgian Dream’s mass, Russian-style terror against its people, threats and intimidation via phone calls, arbitrary detentions, severe physical assaults and targeted smear campaigns. pic.twitter.com/C1fHVtyiGU— Katie Shoshiashvili (@KShoshiashvili) May 11, 2024 Hafa orðið fyrir ofbeldi og hótunum Mótmælin í gær voru að mestu friðsöm en áður hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda. Þá eru hópar óeinkennisklæddra manna sagðir hafa ráðist á mótmælendur. Aðgerðasinnar halda því einnig fram að þeir hafi orðið fyrir hótunum og ofbeldi á undanförnum dögum. Fautar hafi mætt heim til þeirra og þeim hafi borist margskonar símtöl þar sem þeim og fjölskyldum þeirra hafi verið ógnað. Meðal þess sem mótmælendur óttast er að verði frumvarpið að lögum, verði þau lög notuð til að kveða niður gagnrýnisraddir í aðdraganda þingkosninga síðar á þessu ári, samkvæmt frétt BBC. Frumvarpið var einnig til umræðu í fyrra en þá komu mikil mótmæli í veg fyrir framgöngu þess. Um mánuður er síðan rykinu var dustað af frumvarpinu, ef svo má segja, og síðan þá hafa mikil mótmæli átt sér stað í Georgíu vegna þeirra. Verði frumvarpið af lögum mun það koma niður á mögulegri inngöngu Georgíu í Evrópusambandið, samkvæmt ráðamönnum í Brussel. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja að verði frumvarið að lögum, myndi það koma niður á inngöngu Georgíu í Evrópusambandið.AP/Zurab Tsertsvadze Frumvarpið hefur nú farið gegnum tvær umræður á þingi og hafa þingmenn rifist og jafnvel slegist á þingi vegna þess. Þriðja og síðasta umræðan á að eiga sér stað á föstudaginn. Sky News segir mótmælendur stefna á að koma í veg fyrir það. Markmið þeirra sé að umkringja þinghúsið og koma í veg fyrir að þing geti komið saman og samþykkt frumvarpið. Við lok annarrar umræðu um frumvarpið greiddu 83 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 23 gegn því. Salome Zurabishvili, forseti Georgíu, hefur heitið því að samþykkja ekki frumvarpið en Georgíski draumurinn hefur svo stóran meirihluta á þingi að þingmenn geta komið frumvarpinu fram hjá neitunarvaldi forsetans. Mótmælendur með síma sína á lofti í gærkvöldi.AP/Zurab Tsertsvadze
Georgía Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira