„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 16:07 Hrönn segir lömb og kindur komin út á flestum bæjum á Suðurlandi. Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19