Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 08:31 KR-markvörðurinn Guy Smit var rekinn af velli á Akureyri fyrir að tefja leikinn en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald. Vísir/Anton Brink Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin. Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin.
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann