Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2024 23:09 Lokað vegna viðhalds. Þetta skilti blasti við ferðamönnum á fjörukambinum í þorpinu Tjørnuvík á Straumey. Egill Aðalsteinsson Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var farið til Færeyja. Þorpið Tjørnuvík á Straumey þykir spennandi staður fyrir ferðmenn að heimsækja. Í fjörukambinum, við hliðina á hjólbörum, skóflum og hrífum, mætti þeim hins vegar skilti með áletruninni „Closed for Maintenance”, eða „Lokað vegna viðhalds”. Hér var í gangi verkefni Ferðamálastofu Færeyinga sem vakið hefur alþjóðaathygli. Guðrið Højgaard er framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands.Egill Aðalsteinsson „Átak sem við hófum árið 2019 þegar heimurinn tókst á við offjölgun ferðamanna. Þá vildum við færa umræðuna á það stig að ekki yrði litið á ferðamenn sem vandamál heldur sem hluta af lausninni,” segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri Visit Faroe Islands. Í hópi eitthundrað sjálfboðaliða sem komust að eru tveir Íslendingar. Annar þeirra, Hrafnhildur Ævarsdóttir, er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði. „Já, ég tók mér frí úr vinnunni í náttúruvernd og kom yfir til Færeyja til að fara í náttúruvernd,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur Ævarsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, var í hópi sjálfboðaliða í Færeyjum.Egill Aðalsteinsson Viðhaldsverkefnin í ár voru á átta stöðum á sex eyjum og stóðu yfir í þrjá daga. „Sumir eru í göngustígum. Það er verið að hlaða veggi, laga girðingar. Ég er að setja upp svona tröppur og stiga. Þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju,“ segir Hrafnhildur. „Þau koma öll til að vinna sem sjálfboðaliðar og greiða sjálf ferðakostnað sinn til Færeyja. Svo greiðum við fyrir fæði og húsnæði og það er frábært að fólk sé tilbúið að gera þetta,” segir Guðrið. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson „Það er náttúrlega einstakt að fá að heimsækja Færeyjar og mjög margir sem vilja koma. Það voru einhverjar þúsundir sem sóttu um í ár. Ætli það séu ekki hundrað sem komast að,“ segir Hrafnhildur. „Núna voru það sex þúsund manns sem sóttu um þannig að þetta eru þúsundir manna. Fólk vill gjarnan láta gott af sér leiða. Það vill skilja eitthvað jákvætt eftir sig,” segir Guðrið. En verða ferðamenn ekki svekktir að koma að lokuðum stöðum? „Nei, nei. Mjög margir þakka okkur fyrir þetta,“ svarar Hrafnhildur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ferðalög Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21 Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Færeyjum lokað vegna viðhalds Ferðamönnum meinaður aðgangur að eyjunum á meðan aðgengi að náttúruperlum verður tryggt. 21. febrúar 2019 08:21
Ísland ekki rústir einar eftir ferðamenn Ísland er ekki rústir einar líkt og skilja má á viðbrögðum fólks við frétt þess efnis að Færeyingar ætli að loka eyjunum sínum vegna viðhalds eina helgi í apríl næstkomandi. 21. febrúar 2019 13:43