Spá því að stýrivextir haldist óbreyttir Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2024 12:39 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Greininin gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Spáin rímar við spá Íslandsbanka sem gerir einnig ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir. Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári. Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans segir að þótt verðbólga hafi hjaðnað verulega í apríl og ýmis merki séu komin fram um að undirliggjandi verðbólga fari hjaðnandi telji deildin horfur á að verðbólga verði föst í kringum sex present fram yfir sumarmánuðina. „Auk þess teljum við að nefndin líti svo á að verðbólguvæntingar hafi ekki gefið nægjanlega eftir og að enn séu merki um þó nokkra spennu í hagkerfinu. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 8. maí. Við spáum því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum, fimmta fundinn í röð. Nefndin kemur ekki aftur saman fyrr en í ágúst og ef vextir haldast óbreyttir þangað til verður vaxtastigið óbreytt í 9,25% í heilt ár. Peningastefnunefnd hefur haldið stýrivöxtum óbreyttum í 9,25% á síðustu fjórum fundum. Ákvarðanir um óbreytt vaxtastig hafa ýmist grundvallast á mikilli óvissu um efnahagsþróun eða á þeirri skoðun nefndarinnar að ótímabært sé að lækka vexti, en óþarft að hækka þá. Eftir því sem verðbólga hefur hjaðnað við óbreytt vaxtastig hefur peningalegt aðhald aukist og raunstýrivextir standa nú í 3,25%, sé miðað við liðna verðbólgu. Á marsfundi nefndarinnar var rætt að vaxtalækkunarferli þyrfti að hefjast á „trúverðugum tímapunkti“ og ekki fyrr en „skýrar vísbendingar“ væru komnar fram um að verðbólgan væri „augljóslega á niðurleið“. Tónninn var harðari en við höfðum búist við og í fundargerð nefndarinnar kom fram að fundarmenn teldu meiri áhættu fólgna í því að lækka vexti of snemma en að halda þeim háum of lengi. Í ljósi alls þessa teljum við að nefndin fari varlega í vaxtalækkanir og viðhaldi stífu aðhaldi þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað þó nokkuð frá því hún fór hæst í 10,2% í fyrra,“ segir í greininunni. Lækkunarferli hefjist í haust Greining Íslandsbanka er á svipuðum slóðum og segir í sinni greiningu að seigla á vinnu- og íbúðamarkaði ásamt þrálátum háum verðbólguvæntingum muni á fundi peningastefnunefndar væntanlega vega þyngra en hjaðnandi verðbólga og vísbendingar um kólnandi hagkerfi. Vaxtalækkunarferli gæti hafist á þriðja ársfjórðungi og komist á fullan skrið á næsta ári.
Seðlabankinn Landsbankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira