Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Sara Sigmundsdóttir endaði ekki sem besta íslenska konan í fjórðungsúrslitunum eins og leit út fyrir í fyrstu heldur datt hún niður í þriðja sætið. Hún nær samt sem betur fer undanúrslitamótinu. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira