Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Sara Sigmundsdóttir endaði ekki sem besta íslenska konan í fjórðungsúrslitunum eins og leit út fyrir í fyrstu heldur datt hún niður í þriðja sætið. Hún nær samt sem betur fer undanúrslitamótinu. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira