Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2024 11:45 Úr leik Víkings og Blika í fyrra. Búast má við hitaleik en Blikar koma sér þó sjálfir á svæðið og mæta í klefann, annað en í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Bæði lið eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína. Blikar eru efstir í deildinni, með besta markatölu, og Kristinn Steindórsson, leikmaður liðsins segir þá grænklæddu spennta fyrir kvöldinu. „Tilfinningin er bara mjög góð. Það er spenningur og alltaf fiðringur þegar það eru stórleikir. Ég veit ekki annað en að við séum mjög klárir í þetta,“ segir Kristinn. Ávallt sé auka spenna fyrir leik sem þessum. Kristinn Steindórsson er spenntur fyrir kvöldinu, líkt og fleiri.Vísir/Hulda Margrét „Þetta hefur byggst upp undanfarin ár. Að sjálfsögðu er alltaf smá extra við þessa leiki. Á sama tíma er þetta bara þriðji leikur í deild. Það má ekki gera of mikið úr þessu, þetta er enginn úrslitaleikur. Við þurfum bara að halda áfram okkar góðu byrjun og vera með fullt hús þegar við leggjumst á koddann í kvöld,“ segir Kristinn. Leikur Víkings og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Gætu endað sjö í hvoru liði Mikil harka hefur einkennt leikina síðustu misserin. Má búast við slagsmálum í kvöld? „Góð spurning, ég veit það ekki. Þeir eru harðir og við reynum að vera harðir á móti og sjáum hvernig það gengur. Miðað við línuna sem hefur verið lögð í dómgæslunni í byrjun móts þá er kannski erfitt að hleypa þessu upp í mikla hörku. Þá verða bara sjö leikmenn í hvoru liði í byrjun seinni hálfleiks,“ „Við reynum að gera ekki of mikið úr þessu, þó þetta sé Víkingur, að reyna að halda undirbúningum eins og sníða okkar leikplan að því sem þjálfararnir sjá hjá andstæðingunum sem vonandi virkar vel.“ Einkabíllinn í kvöld Frægt var þegar Blikar mættu í Víkina í lok ágústmánaðar í fyrra en þá áttust liðin við í miðri Evrópuleikjatörn Blikanna. Þeir höfðu átt slæma reynslu síðast þar á undan í Víkinni þar sem klefinn sem þeim var úthlutað þótti ekki uppfylla kröfur. Þeir mættu því skömmu fyrir leik, allir saman í rútu. Það verður ekkert slíkt uppi á teningunum í kvöld? „Ekki svo ég viti. Ég held það verði bara einkabílar í kvöld og ekkert hægt að rita og ræða um það á kaffitstofunni á morgun. En það var skemmtilegt og gaf ákveðin lífleika í umræðuna, hristi aðeins upp í mönnum,“ „Ég held að það hafi bara verið þetta eina skipti. Við keyrum bara sjálfir í kvöld og förum í klefann,“ segir Kristinn. Í spilaranum að neðan má sjá þegar Blikar mættu með rútunni í Víkinga í fyrra og umræðuna um atvikið í Stúkunni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira