Framtíð Dalanna heillar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 19. apríl 2024 08:31 Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun