Varnargarðar utan um fólkið í Grindavík Guðbrandur Einarsson skrifar 18. apríl 2024 07:30 Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Grindavík Guðbrandur Einarsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. Verkefni eins og fjármálaáætlun, sem stýrir því hvernig tekjum ríkisins verði ráðstafað á næstu árum. Nú er loksins búið að leggja hana fram og samkvæmt henni er bara alls ekki ljóst hvernig þessi nýja gamla ríkisstjórn ætlar að fara betur með fé almennings og draga úr verðbólgu. Eins hefur tafist að fylgja eftir fögrum orðum um aðstoð við Grindvíkinga. Það sem hefur verið gert hingað til er hvergi nærri nóg. Fjölmargir íbúar falla utan úrræðisins um uppkaup íbúðarhúsnæðis og smærri atvinnurekendur í bænum sitja í mörgum tilvikum eftir allslausir. Þá hefur bæjarstjórn Grindavíkur nú staðfest að skólahald mun ekki fara fram í Grindavík í haust. Þetta er stór ákvörðun sem hefur mikil áhrif. Bætum við lögheimilisflutningum þeirra Grindvíkinga sem munu selja Þórkötlu húsnæði sitt þá er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins verður gjörbreytt næsta vetur. Fulltrúar margra smærri fyrirtækja í Grindavík hafa mætt á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og kynnt fyrir nefndinni fjárhagsstöðu fyrirtækja sinna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að staða þeirra sé orðin mjög slæm þegar þau hafa ekki getað verið með starfsemi frá því að hamfarirnar hófust eða í rúma fimm mánuði. Ákall þessa fólks eftir liðsinni hefur engu skilað. Styrkir fyrir launum breyta því ekki að eigið fé þeirra brennur hratt upp. Það gefur augaleið að þú rekur ekki þjónustufyrirtæki án íbúa. Þolinmæði Grindvíkinga er á þrotum og nú er svo komið að boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar sem uppi er. Það dugar ekki að byggja bara varnargarða utan um byggðina í Grindavík. Við þurfum varnargarða utan um fólkið sem þar bjó. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun