Verðhækkanir á húsnæði framundan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:30 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. Vísir/Einar Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07