Verðhækkanir á húsnæði framundan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:30 Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir samdrátt í uppbyggingu á húsnæði sem muni hækka verð á næstu misserum. Vísir/Einar Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Þurfum tíu þúsund nýjar íbúðir Í nýjustu greiningu stofnunarinnar kemur fram að þörf sé á tíu þúsund nýjum íbúðum á landinu á þessu og næsta ári en hins vegar sé aðeins verið að byggja um fimm þúsund og átta hundruð íbúðir. Þá hafi nýjar framkvæmdir dregist saman um þriðjung milli ára en íbúum fjölgað um átta þúsund og fimm hundruð á sama tíma. Samdráttur í uppbyggingu húsnæðis er sextíu prósent borið saman við árið 2022. Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir þetta hafa mikil áhrif á verðþróun. „Það er búið að byggja mjög mikið í sögulega samhengi. Bara alls ekki nógu miðað við þessa gífurlegu fólksfjölgun sem á sér stað á landinu. Það sem við sjáum að muni gerast á næstu misserum er að þetta mun skapa mikinn þrýsting á fasteignaverði þá bæði á leigu-og húsnæðisverð,“ segir Jónas. Stýrivaxtahækkanir undanfarin misseri hafi hægt verulega á uppbyggingu meðan mikil þörf sé í gangi fyrir nýtt húsnæði. „Vaxtarstigið er náttúrulega það tól sem Seðlabankinn hefur til að draga úr þenslu en það hefur þessar hliðarafleiðingar. Það dregur úr fjárfestingu og ef það er fjárfest minna í húsnæði mun það örugglega leiða til hærra íbúðaverðs til lengri tíma,“ segir Jónas. Hann segir mikilvægt að sýna framsýni á húsnæðismarkaði því það taki ávallt tíma að skipuleggja og byggja nýtt húsnæði. Þá bendir hann á að hægt sé að bregðast við ástandinu núna t.d. með því að byggja einingarhús og setja meiri takmarkanir á útleigu til ferðamanna. Erfiðast fyrir tekjulága Jónas segir að ástandið hafi mest áhrif á tekjulægstu hópanna. „Þetta bitnar á fólki sem á erfitt með að sinna húsnæðiskostnaði hvort sem er á leigu- eða eignamarkaði. Þá fólki sem hefur lítið á milli handanna og eyðir stórum hluta tekna sinna í húsnæði. Eina leiðin til að lækka þennan húsnæðiskostnað til langs tíma er að byggja meira,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07