Líknardeild Landspítala 25 ára Ólöf Ásdís Ólafsdóttir og Arna Dögg Einarsdóttir skrifa 16. apríl 2024 10:31 Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 16. apríl er 25 ára afmæli Líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Deildinni var komið á fót með sameiginlegu átaki Landspítala og Oddfellow reglunnar á Íslandi, sem ákvað í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar að veita fé til uppbyggingar fyrstu og einu sérhæfðu líknardeildar landsins. Í aðdraganda opnunar deildarinnar og á fyrstu árum hennar var unnið mikið grasrótarstarf leitt af fagfólki sem brann fyrir þróun líknarmeðferðar á Íslandi. Á þeim árum var áherslan fyrst og fremst á að sinna einstaklingum með krabbamein á lokastigum sjúkdómsferlis, en síðan hefur líknarmeðferð þróast þannig að hún á við í meðferð allra langvinnra lífsógnandi sjúkdóma svo sem hjarta-, tauga-, lungna- og nýrnasjúkdóma og á öllum stigum sjúkdóms þó vissulega aukist vægi hennar eftir því sem veikindin ágerast. Líknardeildin í Kópavogi sinnir einstaklingum 18 ára og eldri og fjölskyldum þeirra. Áherslan er á heildrænt mat og meðferð einkenna til að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, andlegri og sálfélagslegri þjáningu. Áhersla er lögð á lífið og lífsgæði en litið á dauðann sem eðlileg þáttaskil. Á deildinni starfar öflugt teymi fagfólks; sérfræðilæknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, prestur, sjúkraþjálfari og sérhæft starfsfólk. Þá er mikil og góð samvinna við sálfræðinga, félagsráðgjafa, næringarfræðinga og aðrar sérgreinar lækninga spítalans, allt eftir þörfum hvers skjólstæðings hverju sinni. Með öldrun og fjölgun þjóðar mun fjöldi þeirra sem greinast með langvinna lífsógnandi sjúkdóma halda áfram að aukast á komandi árum. Meðferðum fleygir fram og ljóst að fólk lifir mun lengur með þessa sjúkdóma og fylgikvilla þeirra en áður fyrr. Þörfin fyrir góða líknarmeðferð mun því einnig aukast. Þannig verði fólki hjálpað að eiga sem best lífsgæði þrátt fyrir veikindi og ekki síður tryggð góð meðferð þegar ljóst er að lífslokin nálgast. Það var mikil gæfa að félagar í Oddfellow reglunni skyldu af miklum myndugleik standa að endurbótum á húsnæðinu í Kópavogi og gefa Landspítala, ekki aðeins fjármagn heldur einnig ómælda vinnu og þannig stuðla að opnun deildarinnar. Þeirri sögu er haldið til haga og enn njótum við góðvildar Oddfellow sem reglulega hafa stutt við starfssemi deildarinnar þessi 25 ár. Fyrir það erum við sem störfum á deildinni afar þakklát. Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunardeildarstjóri og Arna Dögg Einarsdóttir yfirlæknir Líknardeildar Landspítala í Kópavogi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun