Orka, loftslag og náttúra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 15. apríl 2024 20:00 Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun. Loftslagsáætlanir grundvöllur markvissra aðgerða Í umræðunni hefur því verið fleygt fram að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu. Um 50% losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snýr að orku og orkuskiptum og þess vegna eru orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. En það er ekki eini mikilvægi þátturinn. Þau 50% sem eftir standa eru ekki síður mikilvæg og stafa frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (hér er þó stóriðjan ekki inni), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það er mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda er það forsenda markvissra aðgerða. Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu. Fagleg nálgun að leiðarljósi Einfaldasta leiðin til aukinnar orkuöflunar er að spara orku í kerfinu sem nú þegar er til staðar. Önnur leið væri að nýta orku sem hugsanlega gæti losnað um hjá stórnotendum. Ef hins vegar er ráðist í nýjar virkjanir þarf að tryggja að orka úr þeim sé nýtt til innlendra orkuskipta. Þegar horft er til mögulegrar nýrrar orkuöflunar þá er lykilatriði að fylgja faglegum ferlum. Þessi faglega nálgun er tryggð í lögum líkt og í öðrum löndum, þ.m.t. lögum um rammaáætlun, umhverfismatslöggjöfinni, skipulags- og mannvirkjalögum og lögum um stjórn vatnamála. Það er stefna núverandi ríkisstjórnar, eins og fram kemur í stjórnarsáttmála, að viðhafa faglega nálgun í orkumálum sem og öðrum mál, og engin breyting hefur orðið á því. Það hefur hins vegar verið rætt að skoða hvort ferlar geti verið skilvirkari þegar kemur að virkjunum án þess að gefa afslátt af faglegri nálgun. Engar slíkar tillögur hafa þó komið fram síðan ég lagði fram frumvarp á Alþingi um ný heildarlög um umhverfismat sem samþykkt var árið 2021. Samhengi náttúruverndar Ósnortin náttúra er ekki aðeins til yndisauka fyrir okkur sem hér búum eða ferðamenn sem sækja okkur heim, heldur á náttúran sjálfstæðan rétt. Ísland er einstakt í okkar heimshluta því hér má enn finna stór lítt snortin víðerni. Efnahagslegt mikilvægi náttúrunnar, ekki síst friðlýstra svæða, er líka ótvírætt eins og rannsóknir hafa sýnt hérlendis og erlendis. Þannig að rétt eins og okkur ber skylda gagnvart framtíðarkynslóðum að tryggja að loftslagsmálin verði í lagi, þá ber okkur einnig skylda að halda í þá sérstöðu sem felst í lítt snortinni íslenskri náttúru. Hér er vert að minna á mikilvægi þess að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands, þar sem að kyrrðin býr og hugarróin á sér afdrep. Í mínum huga er lykilatriði í umræðunni um orkumál og virkjanir að gæta að því að metnaðarfull og mikilvæg áform okkar um orkuskipti í þágu loftslagsmála taki tillit til sérstöðu íslenskrar náttúru. Huga verður að náttúruvernd á sama tíma og við forgangsröðum orku í þágu innlendra orkuskipta. Þessi markmið geta farið saman. Við þurfum bara að vanda okkur. Og, um þetta þurfum við öll að sameinast. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun