„Þetta reddast!“ Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2024 12:30 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar