„Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2024 19:49 Þjálfarateymi ÍA fer sátt heim. Vísir/Hulda Margrét Það var létt yfir Jóni Þóri Haukssyni, þjálfara ÍA, eftir stórsigur Skagamanna á HK í Kórnum í dag. Leikurinn endaði 4-0 fyrir ÍA og er liðið komið þrjú stig eftir tvær umferðir í Bestu deild karla en HK er enn með eitt stig eftir jafntefli í fyrstu umferð. „Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Þetta var auðvitað frábært að koma hingað og ná í þrjú stig. Það eru ekki mörg lið á undanförnum árum sem hafa gert það þannig ég er í skýjunum með það,“ sagði Jón Þór skömmu eftir leik. Það var markalaust í hálfleik en HK varð fyrir áfalli á 40. mínútu þegar Þorsteini Aroni Antonssyni var vikið af velli. Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu fjögur mörk á tæplega tuttugu mínútum. „Við vildum auka hraðann í okkar spili og færa þá aðeins betur til að búa okkur til betri sóknarstöður. Okkur fannst sóknarstöðurnar vera þarna en þurftum að koma okkur aðeins hraðar í þær og mér fannst strákarnir gera það frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í áherslurnar í leikhlé. Arnór Smárason trúir ekki eigin augum en Viktor Jónsson raðaði inn mörkum í dag.Vísir/Hulda Margrét Viktor Jónsson átti ekki sinn besta dag í fyrstu umferðinni á móti Val en hann svaraði þeim gagnrýnisröddum í dag og skoraði þrennu. Frábær frammistaða Viktors í dag kom þó Jóni ekkert sérlega á óvart. „Þetta er bara það sem Viktor gerði allt síðasta ár og hefur alltaf gert fyrir okkur þegar hann er heill þannig það er ekkert sem kemur okkur á óvart. Þetta er frábært fyrir framherja að vera kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“ Stuðningsmenn ÍA bíða eftir að liðið staðfesti Rúnar Má Sigurjónsson sem leikmann liðsins. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma en Jón Þór er bjartsýnn á að geta deilt þeim fregnum á næstu dögum. „Ég held að hann hafi verið hér á vellinum. Hann hlýtur að hafa skemmt sér konunglega,“ sagði Jón Þór þegar hann var spurður út í Rúnar Má. Má þá búast við tilkynningu bráðlega? „Ég vona það, ég er búinn að segja það síðan í október að það komi eftir helgi þannig ég bíð bara spenntur eins og þið.“ Félagsskiptaglugginn lokar 24. apríl og býst Jón Þór ekki við neinum hreyfingum á sínum leikmannahóp. Sögusagnir voru um það að þeir voru að reyna fá til sín Eyþór Wöhler, sem lék með liðinu 2022, en Jón Þór gaf lítið fyrir það. „Nei nei, við erum búnir að loka hópnum og erum búnir að segja það síðan í janúar eða febrúar þannig ég veit ekki hvað menn eru að rugla í þessum þáttum sem þið stjórnið. Ég er bara gríðarlega ánægður með hópinn og ef ekkert óvænt kemur upp þá erum við búnir að loka honum,“ sagði Jón Þór sposkur á svip.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira