Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 20:01 „Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna,“ segir Sigmundur um ríkisstjórn Bjarna. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira