76 ára sögu Þorsteins Bergmanns lokið Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 13:51 Árbæingar voru tíðir gestir í versluninni. Vísir/Vilhelm Verslun Þorsteins Bergmanns við Hraunbæ í Árbænum hefur verið lokað. Verslunin hafði verið rekin þar síðan árið 1980 en fyrsta verslun Þorsteins Bergmanns var opnuð árið 1947. Síðustu ár hefur Helena Bergmann, dóttir Þorsteins stofnanda verslunarinnar, séð um reksturinn. Um tíma voru verslanirnar fjórar, ein í Hraunbænum, önnur á Laufásvegi, ein á Laugavegi og svo við Skólavörðustíg. Þeim þremur síðastnefndu hafði áður verið lokað og var verslunin í Hraunbæ síðasta hálmstráið. Helena Bergmann og eiginmaður hennar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. „Ég greindist með mjög erfiðan sjúkdóm og læknarnir sögðu mér að loka og hætta. Það er erfitt en það er kannski kominn tími á þetta. Búinn að vera langur tími,“ segir Helena í samtali við fréttastofu. Hún segir verslun almennt hafa breyst verulega mikið síðustu ár. Flestir versli nú mikið á netinu og fari minna út í búð. Fyrir nokkrum vikum var Helena með rýmingarsölu í versluninni. Búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmanns var rekin í Hraunbæ 102b í 44 ár.Vísir/Vilhelm „Það voru allir voða leiðir, en svona er þetta bara. Ekkert er eilíft. Kannski er gott að breyta til. Eiga sumarfrí og svona,“ segir Helena en hún hafði staðið vaktina í versluninni alla daga síðustu ár. Helena og fjölskylda eru eigendur húsnæðisins sem verslunin var rekin í en hún segir það eiga eftir að koma í ljós hvað kemur þar í staðinn. Hún segist ekki hafa viljað afhenda reksturinn einhverjum öðrum. „Þetta er bara svo mikið við fjölskyldan. Þetta er bara saga sem er búin,“ segir Helena. Þessi miði hangir við inngang verslunarinnar.Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Síðustu ár hefur Helena Bergmann, dóttir Þorsteins stofnanda verslunarinnar, séð um reksturinn. Um tíma voru verslanirnar fjórar, ein í Hraunbænum, önnur á Laufásvegi, ein á Laugavegi og svo við Skólavörðustíg. Þeim þremur síðastnefndu hafði áður verið lokað og var verslunin í Hraunbæ síðasta hálmstráið. Helena Bergmann og eiginmaður hennar, Sveinbjörn Sveinbjörnsson. „Ég greindist með mjög erfiðan sjúkdóm og læknarnir sögðu mér að loka og hætta. Það er erfitt en það er kannski kominn tími á þetta. Búinn að vera langur tími,“ segir Helena í samtali við fréttastofu. Hún segir verslun almennt hafa breyst verulega mikið síðustu ár. Flestir versli nú mikið á netinu og fari minna út í búð. Fyrir nokkrum vikum var Helena með rýmingarsölu í versluninni. Búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmanns var rekin í Hraunbæ 102b í 44 ár.Vísir/Vilhelm „Það voru allir voða leiðir, en svona er þetta bara. Ekkert er eilíft. Kannski er gott að breyta til. Eiga sumarfrí og svona,“ segir Helena en hún hafði staðið vaktina í versluninni alla daga síðustu ár. Helena og fjölskylda eru eigendur húsnæðisins sem verslunin var rekin í en hún segir það eiga eftir að koma í ljós hvað kemur þar í staðinn. Hún segist ekki hafa viljað afhenda reksturinn einhverjum öðrum. „Þetta er bara svo mikið við fjölskyldan. Þetta er bara saga sem er búin,“ segir Helena. Þessi miði hangir við inngang verslunarinnar.Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira