Biden segist ósammála nálgun Netanyahu og hann sé að gera mistök Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:50 Biden hefur hingað til verið ötulasti stuðningsmaður Netanyahu en afstaða hans hefur breyst. Það má meðal annars rekja til hörmungarástandsins sem nú ríkir á Gasa og auknum hita í kosningabaráttunni heima fyrir. GPO/Anadolu/Getty Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við sjónvarpsstöðina Univision í gær að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, vera að gera mistök varðandi Gasa og að hann væri ekki sammála nálgun hans. Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Biden ítrekaði gagnrýni sína á árás Íraelshers á starfsmenn hjálparsamtaka í síðustu viku, þar sem sjö létu lífið. Þá sagðist hann vilja sjá Ísraelsmenn koma á tafarlausu vopnahléi í sex til átta vikur og hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa. Ummæli forsetans fela í sér nokkra stefnubreytingu en hann hefur áður sagt að það sé undir Hamas komið að ganga að skilmálum um vopnahlé og lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. Biden sagðist einnig hafa rætt við stjórnvöld í Sádi Arabíu, Egyptalandi og Jórdaníu og að þau væru reiðubúin til að flytja matvæli inn á Gasa um leið og Ísraelsmenn gæfu græna ljósið. „Það er engin afsökun fyrir því að sjá fólkinu ekki fyrir heilbrigðisþjónustu og matvælum. Það ætti að gerast núna,“ sagði Biden. Ísraelsmenn sögðu í gær að 468 flutningabifreiðum hefði verið hleypt inn á Gasa í gær og 419 á mánudag. Um er að ræða mesta aðflutning neyðargagna inn á svæðið frá því að stríðið hófst en talsmenn Sameinuðu þjóðanna segja þetta hins vegar langt í frá nóg. Þá sagði Samantha Power, yfirmaður USAid, fyrir þingnefnd í gær að hungursneyð ríkti á Gasa en á sama tíma væru fullar matvöruverslanir í tveggja kílómetra fjarlægð. „Við þurfum að fara langt umfram 500 bíla,“ sagði hún. Þrátt fyrir breyttan tón vestanhafs varðandi hernaðaraðgerðir Ísraels á Gasa hefur Netanyahu greint frá því að áhlaup á Rafah, þar sem yfir milljón manna hefst við, sé á dagskrá. Samningaviðræður um vopnahlé standa yfir en lítið virðist hafa þokast í þeim.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira