Lífið heldur áfram að leika við vonarstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 11:01 Ef það er eitthvað sem Endrick kann upp á tíu þá er það að búa til flott myndaaugnablik. Eitt varð til í gær. Getty/Alexandre Schneider Síðustu vikur hafa verið einkar skemmtilegar fyrir hinn unga brasilíska knattspyrnumann Endrick. Endrick er enn að spila í brasilíska boltanum en augu Evrópu er á honum því strákurinn er á leiðinni til Real Madrid í sumar. Endrick endaði síðasta mánuð með því að skora sín tvö fyrstu mörk fyrir landsliðið en það fyrra tryggði liðinu sigur á Englandi á Wembley. Hann varð þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Endrick skoraði síðan einnig í leiknum á móti Spáni en sá leikur var spilaður á verðandi heimavelli hans Santiago Bernabeu. Í gær hjálpaði Endrick síðan liði Palmeiras að vinna Sao Paulo fylkistitilinn þriðja árið í röð. Endrick has 5 career trophies at 17, Kane has ZERO career trophies at 30 pic.twitter.com/Z85dcgs5JY— RMFC (@TeamRMFC) April 7, 2024 Palmeiras gerði það með því að vinna nágrannanna og erkifjendurna í Santos 2-0. Endrick fiskaði vítið sem gaf fyrra markið. Santos hafði unnið fyrri úrslitaleikinn 1-0. „Ég veit að ég er hluti af nýrri kynslóð. Ég hef þurft að komast í gegnum margt. Mig dreymir um að verða átrúnaðargoð fyrir öll börn,“ sagði Endrick. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég veit líka að það verður erfitt því það er fólk sem líkar ekki við mig en ég vil verða þeirra átrúnaðargoð líka. Ég vil að þetta fólk horfi á mig og hugsa að þar sem að hann komst þangað þá geta þau það líka,“ sagði Endrick. Endrick var líka hluti að liðinu sem vann þennan titil í fyrra sem og liðunum sem varð brasilískur meistari 2022 og 2023. Hann er því kominn með marga titla á ferilskrána þrátt fyrir ungan aldur. MOTM + 5th Career trophy at 17Endrick is exceptional pic.twitter.com/CVK61VEKNd— Collins (@_collins_a) April 8, 2024 Brasilía Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Endrick er enn að spila í brasilíska boltanum en augu Evrópu er á honum því strákurinn er á leiðinni til Real Madrid í sumar. Endrick endaði síðasta mánuð með því að skora sín tvö fyrstu mörk fyrir landsliðið en það fyrra tryggði liðinu sigur á Englandi á Wembley. Hann varð þá sá yngsti til að skora fyrir brasilíska landsliðið síðan að Ronaldo skoraði á móti Íslandi árið 1994. Endrick skoraði síðan einnig í leiknum á móti Spáni en sá leikur var spilaður á verðandi heimavelli hans Santiago Bernabeu. Í gær hjálpaði Endrick síðan liði Palmeiras að vinna Sao Paulo fylkistitilinn þriðja árið í röð. Endrick has 5 career trophies at 17, Kane has ZERO career trophies at 30 pic.twitter.com/Z85dcgs5JY— RMFC (@TeamRMFC) April 7, 2024 Palmeiras gerði það með því að vinna nágrannanna og erkifjendurna í Santos 2-0. Endrick fiskaði vítið sem gaf fyrra markið. Santos hafði unnið fyrri úrslitaleikinn 1-0. „Ég veit að ég er hluti af nýrri kynslóð. Ég hef þurft að komast í gegnum margt. Mig dreymir um að verða átrúnaðargoð fyrir öll börn,“ sagði Endrick. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. „Ég veit líka að það verður erfitt því það er fólk sem líkar ekki við mig en ég vil verða þeirra átrúnaðargoð líka. Ég vil að þetta fólk horfi á mig og hugsa að þar sem að hann komst þangað þá geta þau það líka,“ sagði Endrick. Endrick var líka hluti að liðinu sem vann þennan titil í fyrra sem og liðunum sem varð brasilískur meistari 2022 og 2023. Hann er því kominn með marga titla á ferilskrána þrátt fyrir ungan aldur. MOTM + 5th Career trophy at 17Endrick is exceptional pic.twitter.com/CVK61VEKNd— Collins (@_collins_a) April 8, 2024
Brasilía Spænski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira